Goðasteinn - 01.03.1968, Side 46

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 46
og fékk það og var við þessar byggingar fram á haust. Ég byrjaði strax um lokin að vinna við þessar byggingar, og voru báðir slcól- arnir í takinu og fórum við á milli þeirra eftir því, sem við varð komið og bezt þótti þéna. Það var seinlegt að vinna við þctta, og urðum við að bcra mölina á börum og vatnið í fötum, en þetta mjakaðist samt í áttina og komust báðir skólarnir upp á tilsettum tíma. Er Gerðaskólinn notaður ennþá, þótt hann sé að verða sextíu ára gamall. Nú hefur verið byggt við hann og aukið eftir þörfum, því fólkinu hefur fjölgað mikið í Garðinum, en skólinn í Leir- unni er yfirgefinn og úr sér genginn, og Leiran er mannlaus að mestu leyti. Um sumarið fór Pétur með mig suður á Reykjanes til þcss að sýna mér vitann. Fórum við á hestum og gistum hjá vita- verðinum. Mér þótti vitinn mjög hár og stiginn mjög langur, töldust þrepin í honum vera áttatíu og tvö, jafn háan stiga hafði ég aldrei gengið. Útsýnið á Reykjanesi er mjög hrikalegt, þar er mjög lítið um graslendi. Við fórum um Keflavík og Hafnir og komum við á ein- um bæ í Höfnunum. Þar fannst mér skemmtilegt umhverfi. Þar bjó eldri maður, ekkjumaður, Þórður að nafni. Hann var stein- smiður og bjó til steinkvarnir, sem notaðar voru til að mala í kornið bæði í brauð og grauta. Möluðum við Berustaðabörnin í kvörn frá honum, þegar við vorum að mala í brauð og kökur. Þegar þessar skólabyggingar voru búnar um haustið, þá segir Pétur mér að hann ætli að reiða mig inn í Reykjavík, segist vera búinn að fá tvo hesta til ferðarinnar. Förum við næsta dag til Reykjavíkur. Nú fannst mér ég vera kominn í stóra skuld við þenn- an velgjörðarmann minn og sp)rr hann, hvað ég eigi að borga hon- um fyrir þetta allt saman. Hann sagðist ekki taka við neinni borg- un, og varð ég að gera mér það að góðu. Ég náði í eina flösku af brennivíni og tók hann við henni. Hann hlýtur að hafa vitað, hvað máltækið segir, að það sé sælla að gefa en þiggja. Við vorum fjór- ir, sem unnum þarna um sumarið, þrír úr Garðinum og ég sá fjórði. Við höfðum fæði í Leirunni, þegar við unnum í skólanum þar og borðuðum hjá Eiríki, sem var þar hreppstjóri. Þetta var mjög myndarlegt heimili. Einu sinni, þegar við vorum að borða, fengum við kex með öðru fleira. Segir þá einn af vinnufélögum mínum: 44 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.