Goðasteinn - 01.03.1968, Side 55

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 55
hvað scm í skærist. Okkur grunaði, að það versta væri á næstu grösum og innan skamms mundum við fá okkur fullrevnda. Við hvíldum okkur oft, en stutta stund í hvert skipti og rædd- um um daginn og veginn og þá okkar dag og veg fyrst og fremst. Þetta var enn allt þolanlegt, þó lítið miðaði í áttina vestur yfir. íila leizt okkur Stefáni þó á Bjarna til stórræða; þetta var ofraun gömlum og lúnum manni. Nú var suðurloftið orðið kolsvartur veggur og sýnileg veðurbreyting í nánd. Við óðum kafið alltaf í mitt læri, og braut niður úr skel, sem var í miðju kafi. Jók það á erfiðið. Þorsti kvaldi okkur en hvergi vatn að fá. Við átum snjó af og til, en máttum það þó ekki. Nú var klukkan orðin fjögur og við fengum okkur nestisbita sem við höfðum í vasanum. Vorum við þá komnir út fyrir Loftin svo- kölluðu. Það voru trébrýr á veginum út á lágheiðinni. Þessar brýr komu sér vel í leysingum en vóru á þurru á sumrin. Þarna hvíldum við okkur vel, og nú blasti Öxnaskarð við og freistandi að fara gamla veginn. Það var miklu styttra en að fara um Reykjadal. Við afréðum því að fara um skarðið og stefndum þangað. Það var að skella á með grenjandi útsynningsél, og það varð „langa élið“ eins og síðar kom fram. 1 senn hvessti og kólnaði, en við tókum vindstöðuna, sem var á vinstri kinn, og þá bein stefna í skarðið fyrir ofan túnið á Kolviðarhóli. En nú kastaði Bjarni af sér poka sínum og sagðist ekki komast lengra. Við vorum lengri tíma að stumra yfir honum, og þar kom, að hann sagðist komast eitthvað mcð hvíldum, pokalaus. Hann þverneitaði að skilja pokann eftir, sagðist sjálfur verða eftir hjá honum. Hik kom á Bjarna, er við Stefán þóttumst leggja af stað, hann brölti á fætur en lagðist svo aftur í snjóinn. Ég spurði Stefán, hvort hann gæti tckið hálfa byrði Bjarna á sig. Hann kvaðst ekki treysta sér til þess, hann væri lasinn og ætti nóg með að bera sinn poka. Ég tók því byrði Bjarna og var nú með 80 pund á bakinu. Verst þótti mér, hve byrðin þrengdi að brjóstholinu. Hríðin geisaði glórulaus. Við bröskuðum áfram með löngum hvíldum og sáum ekkert ncma hríðina við nefið á okkur. Og nú fór nóttin í hönd. Bjarni var uppgefinn fyrir löngu, og við Stefán höfðum nóg með okkur og byrðarnar. Það hcrti frostið cg alltaf 'Goðasteinn 53

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.