Goðasteinn - 01.03.1968, Side 57

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 57
Þórðardóttur. með þökkum. Bjarni skildi poka sinn eftir hjá Sig- urði og fékk hann sendan niður í Reykjavík. Rifið hafði af hraun- hrvggjum í Svínahrauni, og létti það gönguna. Við gistum á Árbæ um nóttina og komum til Reykjavíkur á fimmta degi ferðarinnar. Við skildum niður í Lækjargötu og héldum heim til kunningj- anna, hamingjusamir og glaðir yfir því að vera komnir á leiðar- enda, frá ófærðinni og veðrahamnum, sem höfðu verið allsráð- andi undanfarnar vikur. Við vórum heppnir að fá þetta veðrahlið, og ekkert er hægt að gizka á, hvað gerzt hefði þessa vetrarnótt ef við hefðum legið úti á Hellisheiði í veðrinu sem gekk í garð, þegar við vórum nýkomnir inn á Kolviðarhóli. Ef þú biður, hulin hönd hjálpar liðsinnandi, opnar hiið við úfna strönd og eins í miðju landi. 10. apríl 1967 V. Ó. Kirkjan í Akurhól Þórunn Sigurðardóttir bónda á Mosum, Oddssonar í Seglbúðum,- var að sitja yfir kvíám inn með Geirlandsá, skammt frá bæn- um. Hún sá líkfylgd koma ofan úr Geirlandsheiði, fara austur yfir ána og hverfa inn í Akurhól að vestan. Þar var laut í hól- inn, líkt og tekið fyrir dyrum. Akurhóll átti að vera kirkja huldu- fólksins. Jón Vigfússon frá Blesahrauni, bóndi á Geirlandi, gift- ist Þórunni Sigurðardóttur og voru þau foreldrar Vigfúsar á Geir- landi, Skúla í Mörtungu og þeirra systkina. Akurhóll er stór og mikill hóll í Prestsbakkavelli og sjást þar miklar minjar akurgerða. Skráð eftir Eiríki Skúlasyni frá Mörtungu. Goðasteinn 55:

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.