Goðasteinn - 01.03.1968, Page 67

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 67
Ljósmynd: Gísli Gestsson. í kaupstaðarfcrðum austur á Djúpavog. Hornið mun alltaf fremur hafa verið nefnt drykkjarhorn en brennivínshorn. Byggðasafnið í Skógum á annað drykkjarhorn úr Skaftafells- sýslu, fengið hjá sómamanninum Jóni Sigmundssyni á Núpum í Fljótshverfi. Það er með trébotni og tinstút og þakið útskurði, sem orðinn er mjög máður. Hann sver sig í sömu ætt og útskurður á Skaftafellshorninu og sízt fyrir að synja, að á þeim báðum sé verk sama manns. Spurnir hef ég af fleiri drykkjar- eða brennivíns- hornum hjá Skaftfellingum, sem haldizt hafa fram á daga núlifandi tnanna cn síðan fiest horfið af sjónarsviðinu. Virðast ýmsir Skaft- fellingar hafa haldið tryggð við brennivínshorn sín, eftir að brenni- vínspelar höfðu víðast hvar rutt þeim úr vegi. Hornið frá Skaftafelli ber nú safnnúmer 258. Án efa er það af íslenzkum nautgrip. Það er um 25 cm að lengd, þvermál við botn um 7 cm, við op um 2 cm, botn úr mahony en stútur úr tini. Hornið hefur sætt góðri meðferð alla tíð, aðeins á einum stað er urinn smá- blettur af útskurði. Myndin, sem fylgir þessari grein, tekur fram langorðri lýsingu. Hornið er, svo sem sjá má, skreytt í hefðbundn- Goðastemn 65

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.