Goðasteinn - 01.03.1968, Page 68

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 68
um stíl útskurðar, grafið jurtastönglum, sem rísa og vindast upp frá botni með blaðskrauti. Efst er bekkur með laufaskurði, neðan við tinstútinn. 1 heild er hornið ágætur fulltrúi fyrir drykkjarhorn seinni alda og samboðið snillingnum, Jóni í Skaftafelli. Heimildir: Manntöi, „Lítið um ætt konu minnar, Ljótunnar Jónsdóttur", eftir Sigurð Þorsteinsson í Svínafelli. Sigurður Björnsson á Kvískerjum skrifar mér í bréfi 26. 3. 1968, að Einar Jónsson í Skaftafelli hafi oft haft kaffi í drykkjar- horninu, er hann fór í göngur. „Einar átti annað horn, útflúrlaust, sem hann hafði lýsi í, er hann fór að gjöra til kola.“ Barnagæla Sr. Lárus Thorarensen frá Stórholti í Dalasýslu dó í hafi á leið heim til Islands árið 1912, vart 35 ára að aldri. Á vígsludegi sr. Bjarna Jónssonar, síðar vígslubiskups, 26. júní 1910, átti sr. Lárus samleið fneð dr. Sigurði Nordal á götu í Reykjavík. Hafði þá sr. Lárus yfir vísu, er fóstra hans hafði kveðið við hann á barns- aldri. Má þar vart á milli sjá, hvort þyngra er á metum heims- lystin eða varúð gegn henni: Brennivín! ó, brennivín! ó, brennivín! Hversu sæt og furðu ágæt er fuktin þín. En eftir á kemur angur og pín, eg þá hlýt að skammast mín og úti liggja eins og svín, eins og svín. Skráð eftir dr. Sigurði Nordal. 66 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.