Goðasteinn - 01.03.1968, Page 69

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 69
í síðasta Kötluhlaupi 1918 tók af brúna á Hólmsá í Skaftártungu. Varð þá að fara ána á aurunum suð-suðvestur af bænum Hrísnesi, sem stóð þá svo að segja á eystri árbakkanum. Hólmsá er með meiri jökulvötnum landsins. Hún er mjög straum- þung á nefndum stað, svo eigi var leggjandi í hana nema dugnaðar- hestum, vönum vötnum. Þó tefldu sumir ferðamenn á nokkuð tæpt vað með það. Gömlu, góðu vatnahestarnir munu nú vandfundnir, kannske allir fallnir í valinn. Að vísu er gott að þurfa nú ekki að etja þeim í straumþung jökulvötn, en mikill sjónarsviptir er að þeim, þetta voru hetjur til líkama og sálar, þegar þeir voru vei hald.nir og nutu sín, en það vildi vera upp og ofan. Ég ætla nú að segja ykkur eina sögu af afreki vatnahests, þar sem ég sjálfur var með í för. Kannske finnst sumum sagan ósenni- leg. Þeir um það, en sönn er hún engu að síður. Hcstinn þekkti ég aðeins af afspurn, þar til atvikin höguðu því svo, að ég kynntist honum og það svo eftirminnilega, að aldrei gleymi. Nær 50 ár Goðasteinn 67

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.