Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 75

Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 75
þig þar sem hæst er. Gættu þess vel, að straumurinn bægi þér eigi af braut og vikurinn fari hvorki í vit þín né augu. Á kafla, þar sem dýpst var, börðust lausu hestarnir við að halda botni í varinu af Skjóna. Já áreiðanlega bjargaði hann okkur öll- um, því seint um síðir fór að grynnka og þar kom, að við höfðum þurrt land undir fótum. Þá lagði ég hendurnar um hálsinn á Skjóna og þakkaði honum og guði, sem höfðu leitt okkur „lífs á land“. Þessi fagri sumarmorgunn austan við Hólmsá er mér ákaflega minnisstæður. Sólin ljómaði í heiði og hlíðin hjá Hrísnesi var sem gimsteinum sett. Döggin sat á hverju strái og laufblaði og blærinn vaggaði stráunum rétt hæfilega til þess að Ijósbrotið glitraði og skein. Sumarfuglarnir svifu þar yfir og sungu hver sínum rómi líf- inu og skaparanum lof og dýrð. Ekki veit ég, hvað Skjóni skynj- aði af þessu, en viðmót mitt skildi hann vel, það sá ég á svip hans, er við héldum frá ánni upp að Hrísnesi. Að Hrísnesi kom ég í þann mund, er fólk kom á fætur. Furðaði Jón á því, að áin skyldi fær og kvað bíræfni að leggja í hana. Eitt- hvað reyndi ég að færa mér til málsbóta, ég hefði miðað brotið daginn áður og svo væri ég á ágætum - „hesti og því hvergi hrædd- ur,“ greip Jón fram í fyrir mér, og svo snerum við talinu að öðru. Ég dvaldist í Hrísnesi fram til kl. 3 e.h. við beztu aðhlynningu, og ekki þurfti ég að hafa áhyggjur af hestum mínum. Voru þau Hrísneshjónin, Jón og Elín, jafnnærfærin og hugul við málleys- ingja og menn, er að garði þeirra bar. Hólmsá fór vaxandi fram að hádegi, en um nónið var farið að fjara í henni. Ég tefldi á tæpasta vaðið í skiptunum við hana og mátti ekki vera þar seinna á ferð þennan fagra morgun. Á heimleið um Hrísnesheiði átti ég fagurt útsýni í þrjár áttir: austur um Síðuheiðar, yfir Skaftárhraun, suður um Meðalland og Álftaver og vestur yfir Mýrdalssand. Kúðafljót var sem á fjörð sæi, frá Mýrnahöfða að vestan og austur í Meðalland, fleiri km að breidd. Þeir er eigi séð hafa, geta naumast gert sér grein fyrir mikilleik Kúðafljóts eftir stórregn. Á vesturleið hafði Tungufljót verið hestum mínum í kvið, nú náði það á herðatopp og vatnið þó farið að sjatna. Eldvatnið hjá Goðasteinn 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.