Goðasteinn - 01.03.1968, Page 78

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 78
Þórður Tómasson: Eftirhreyta um Ögmund á Auraseli Sumir hafa nefnt Ögmund í Auraseli í Fljótshlíð síðasta galdra- mann fslands, þó er ekki nema mannsaldur síðan hann féll frá, 1890. Síðast í haust hitti ég gamla konu, sem mundi vel hinn hára þul frá elliárum hans í Ey í Landeyjum. Sr. Oddgeir Gudmundsen og Eiríkur frá Brúnum gerðu Ögmund víðfrægan. Hjá Eiríki var Ögmundur ofjarl jökulvatna, sem flæmdust um byggðir, bændum til óþurftar. Auðvitað átti Ögmundur þar sín takmörk. Steinabænd- ur undir Eyjafjöllum báðu hann að stemma stigu við hlaupunum í Steinalæk. Ögmundur leit upp í lækjargilið, púaði í skeggið og sagði, að púki væri í læknum, sem hann gæti ekkert átt við. Einhvern tíma á fyrri búskaparárum Sigurðar Magnússonar á Skúmsstöðum í Landeyjum braut Hólsá sér farveg austur úr ár- bakkanum sunnan við Ártúnakot og færði allar engjar á Skúms- stöðum undir vatn. Nefndist farvegurinn Valalækur. Þá var kom- inn sá orðrómur á, að Ögmundur í Auraseli gæti veitt vötnum á svo undarlegan hátt, að enginn skildi í. Sigurður á Skúmsstöðum hitti Ögmund að máli og spurði, hvort hann gæti litið á Valalæk. Litlu seinna kom Ögmundur að líta á vatnið, þar sem það brauzt austur úr bakkanum. Hugði hann vandlega að og sagði síðan við menn þá, er með honum voru: „Sjáið þið ekki andskotann hinum megin á bakkanum? Ég snerti ekki á þessu.“ Mennirnir spurðu, hvað hann meinti. Hann svaraði: „Hvað annað en karlinn hann Einar á Jaðri.“ Einar á Jaðri í Þykkvabæ var greindarkarl og mun hafa verið talinn kunna meir fyrir sér en almenningur. 76 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.