Goðasteinn - 01.03.1968, Side 80

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 80
Vesturbærinn í Hlíð um 1930. Ættartryggð Nöfn hafa gengið í ættir á íslandi og eru oft helzta haldreipi ætt- fræðinga í rannsókn miðaldaætta. Hér verður greint frá dæmi þess, hvernig sama nafn hefur haldizt í ætt allt frá 16. öld. Um aldamótin 1600 bjuggu í Steinum undir Eyjafjöllum hjónin Guðbrandur Jónsson og Sigríður Halldórsdóttir, Skúlasonar, Guð- mundssonar, Sigvaldasonar langalífs. Ætt Sigríðar er rakin til Þor- valds goða í Vatnsfirði og Þórdísar dóttur Snorra Sturlusonar. Ætla má, að Sigríður hafi verið fædd um 1570. Sonur þessara hjóna var Jón lögréttumaður í Steinum. Dóttir hans, Sigríður (f. um 1649), var tvígift. Fyrri maður hennar var Ólafur, sem nefndur hefur verið „hinn gamli“ í Hlíð undir Eyjafjöllum, Höskuldsson bónda í Hlíð um 1600, sonar Hannesar Crumbecks hins skozka á Lamba- felli undir Eyjafjöllum. Geta má þess, er minnzt er á skozka bónd- ann á Lambafelli, að í einni af bókum rithöfundarins heimsfræga, A. J. Cronin er getið um þorpið Crumbeck í Skotlandi. Hannes 78 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.