Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 6

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 6
9 FORNMINJAR í Tungu og talinn var verk hins fræga smiðs fornaldar, Þórð- ar hreðu. Á nokkrum fjölum var sagt að væru útskornar myndir, og væru þær í baðstofusúð í gamla bænum, sem enn stóð mannlaus, efst uppi í kverkinni. Ég lagði leið mína norður og fékk góðar viðtökur hjá Oddi bónda Einarssyni og Sigríði Gunnarsdóttur konu hans. Þau vísuðu mér á fjal- irnar, og fór ég með handljós upp undir mæninn í húsinu. Þá bar mér fyrir augu sýn, sem ég gleymi aldrei. Á þremur fjölum grillti ég í þéttan útskurð stílfærðra blaða og greina og einnig nokkra menn dregna með einföldum dráttum og með geislabaug um höfuð. í ljósglætunni horfði ég á þetta með forundran, því að á því var ekki hægt að villast, að hér voru listaverk frá 11. öld, útskurður í stíl sem annars þekk- ist bezt á myndsteinum í Noregi, og er sá stíll nú kallaðnr Hringaríkisstíll. Ég veit ekki hvort ég hef nokkurn tíma verið frá mér numinn nema í þetta sinn. Ég sagði hjónun- um frá málavöxtum og þá sýndi Sigríður mér fjórðu fjölina, sem hún hafði hjá sér í eldhúsinu og hafði sérstakt dálæti á. Á henni voru enn tveir menn með geislabaug, eins og þeir sem ég hafði séð í baðstofumæninnm. Ég bað hjónin að veita samþykkti sitt til þess að fjalir þessar færu í Þjóðminja- safnið þar sem þær ættu réttilega heima. Lögðu þau góðfús- lega blessun sína yfir það, og fyrir það eiga þau skilið þökk og heiður. En seint mun mér úr minni líða sú skelfing sem allt í einu greip mig, þegar Oddur í Tungu reiddi þessa óviðjafnanlegu dýrgripi yfir Norðurá í talsverðum vexti. En hestur var traustur og Oddur hélt hraustlega um taum og allt fór blessunarlega. Það var 17. júní 1953 að ég tók við fjölunum úr hendi Odds, og þé)tti mér þá vel minnzt þjóð- hátíðardags. Ég man að ég sagði við hjónin í Tungu að ég skyldi sjá til þess að þessar fjórar fjalir yrðu heimsfrægar og þar með nafn bæjarins þeirra. Þetta þykist ég hafa staðið við, enda var það lítill vandi. Hvarvetna þar sem norræn fornleifa- fræði er stunduð sættu þær stórtíðindum, og myndir af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.