Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Síða 38
41
HUGVEKJA
vísum á sínum stað — sé einskonar Bláfjall, ævarandi af
sjálfu sér, án stuðnings, án þegnskapar. Þessi vanhugsun er
að verða þjóðkirkjunni hættuleg. Því að hún er ekki fjalli
lík. Hún er lífræn að eðli. Hún er „andlegt hús“, „upp
byggt af lifandi steinum" — lifandi, hugsandi, iðjandi
mönnum. Þegar þessir „lifandi steinar“ taka að molna og
hverfa unnvörpum úr byggingunni, fær hún ekki falli var-
izt. Þeir eru orðnir alftof margir „þegnar“ þjóðkirkjunnar,
sem hún aldrei sér og ekkert gera.
Fyrir ári eða svo ræddi ég við einn stéttarbróður minn,
einlægan áhugamann um framtíð og starfsmöguleika kirkj-
unnar. Ég lét í ljós áhyggjur mínar. Hann svaraði mér held-
ur fálega: „O — það er nú hægt að tilbiðja Guð, þótt ekki
sé í þjóðkirkju". Satt er það að vísu. En ég varð mjög undr-
andi. Gat þessi maður hugsað sér að þjóðkirkjan liði undir
lok? Hversvegna.
Það skal fúslega játað, að þess gerast ófá dæmi, að menn
sýni kirkjunni ræktarsemi og kærleika. Fyrr á öldinni, þeg-
ar menn voru að basla við að komast út úr moldarkofunum,
en áttu jafnframt í höggi við heimskreppuna miklu, var
auðgert að benda á vanhirt guðshús og grafreiti. Á síðari
áratugum hefir margt færzt til betri vegar fyrir framtak
safnaðanna og persónulegar fórnir. En hve stór er sá hópur,
sem ekki skilur kirkjuna né metur? All stór. Of stór. Mér
virðist t. d. að síðan byr jað var að rita skáldsögur hér á landi,
hafi kirkjunni verið send mörg köld kveðja úr þeirri átt.
Og í daglegu tali mætir hún oft meinlegu hnjóði.
Skömmu eftir að ég gerðist prestur í Húsavík, var ég
kallaður heim til ungrar móður til að skíra barn hennar.
Sagði hún mér með fullri þingeyskri djörfung, að húri væri
enginn kirkju- né prestavinur. Ég spurði hana, hvort hún
teldi sig ekki eiga kirkjunni eitthvað að þakka. Sagðist hún
ekki vita til þess. Hún var með öllu ósnortin af því, er ég
sagði henni, að ég teldi mig eiga kirkju þjóðar minnar allt,
að þakka — hugsunarhátt móður minnar, mannkosti vina