Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1906, Side 27

Skírnir - 01.04.1906, Side 27
Skírnir. Japan. 123 erfðafestu. Það má og- líta svo á sem bændurnir séu sjálfseignarbændur á jörðum sem ákveðin kvöð lig'gur á. Ætla mætti að nú sem fyr muni jarðagóssið leita í hend- ur einstakra auðmanna, en vera má að það sé nú hindr- að á einhvern hátt með lögum. Þetta fyrirkomulag sýnist sameina að nokkru leyti kosti þjóðeigna og prívateigna. Bóndinn hefir full um- ráð jarðarinnar og erfingjar hans. Hann nýtur að fullu og öllu allra endurbóta sem hann kann að gera, því ábúðarskatturinn hækkar ekki hve mikið sem jörðin er bætt og lækkar ekki þó hún sé miður setin. Þessir sömu kostir fylgja sjálfseign og hvetja stórum til að endurbæta jarðirnar. Aftur er hér fyrirbygt að jarðirnar séu níddar niður og ríkissjóður hefir mikilsverða og áreiðanlega tekju- g-rein í jörðunum. — Alt óræktað land og skógar eru full eign ríkisins, en í skógunum liggur ómetandi auður. Þá er og eitt atriði viðvíkjandi landbúnaði, sem sum- ir kunna að vilja fræðast um. Þess er fyr getið, að rækt- un landsins er góð og k\ ikfé þó sárfátt. Hvaðan kemur þá Japönum áburður til þess að bera á jörðina? Svarið er einfalt: Allur áburður sem til felst á hverju heimili er vandlega hirtur og alt sem að áburði getur orðið. Þetta nægir á þann litla blett sem bóndinn hefir til rækt- unar. Húsdýraáburður er varla teljandi og lítið, en þó nokkuð, aðfiutt af tilbúnum áburði. Húsakynnin eru lítil og einföld, bygð úr timbri. Ofn- ar eru hvergi og ekki heldur reykháfar. Reykjarsælt er þar í húsum, þegar eldað er, en þess gætir minna en ætla mætti, því veggir húsanna eru að nokkru leyti gerðir úr hlerum, er má skjóta svo til að opið sé út. Ofnleysið hlýtur að vera tilfinnanlegt, því norðarlega í Japan er kalt á vetrum og ekki stórum hlýrra en hér, en menn klæða af sér kuldann og eru lionum vanir. Hreinlæti er hvervetna í bezta lagi, og varla svo fátækt heimili að eigi séu þar nauðsynleg tæki til þess að fá sér bað, og notað •daglega. Næsta einkennilegt er það við húsagerð Japana, að

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.