Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 32

Skírnir - 01.04.1906, Page 32
128 Japan. Skimir. En auk þessa er að sjálfsögðu allur herskipaflotinn, sem ekki er neitt smáræði. Þó myndum vér ekki standa á baki Japönum hlutfallslega, ef vér ættum einn lítinn strandvarnarbát. Japanar hafa öll kenslutæki ágæt til þess að kenna hermönnum sínum sjómensku, bæði æfingaskip o. fl., en það er líka hugsað um mentun almennra sjómanna. Fyrir utan aðra smærri sjómannaskóla er ágætur sjómannaskóli i Tokyo, er ríkið kostar. Námstíminn á skólanum er 3 ár og að þeim loknum skulu nemendurnir hafa unnið á skipum í 21/2 ár. 5^2 ár ganga þá til fulls náms. Skólinn á 2 vönduð æfingaskip. Hið þriðja er nýsmíðað og er ætlast til að því verði siglt til fjarlægra landa. Alitlegustu nemendurnir fá styrk til námsins og úrvalalið er árlega sent til útlanda til frekari fullkomnunar á kostnað rikis- ins. Er þetta hin mesta hvöt fyrir nemendur til þess að sýna iðni og ástundun. Hvað byggingu og aðgjörð skipa snertir, þá hafa Jap- anar nú orðið ágæt tæki til hvorutveggja. I landinu eru viða fyrirtaks hafnir frá náttúrunnar hendi, en sumar eru endurbættar stórkostlega, svo að þær standa ekki að baki beztu liöfnum í Norðurálfunni. Samgöngubætur hafa verið aðallega innifaldar í bygg- ingu járnbrauta og gufuskipaferðum. Fyrsta járnbrautin var fullgjör 1872, en var að eins stuttur spotti. Nú er lengd járnbrauta samtals (1903) 4254 enskar mílur*) og er það stórfé sem til þess hefir gengið. Hver ensk míla kostar að minsta kosti 80 þúsund krónur og eru þó járn- brautir í Japan óvanalega ódýrar, því viður er nægur og vinnuafl ódýrt. Um ’/4 hluti járnbrautanna er ríkiseign, hitt félaga eða einstakra manna. Stór lán hafa verið tekin til þess að byggja járnbrautirnar og hafa sum verið æði dýr (9 °/0), en þau hafa borgað sig ágætlega, því þrátt fyrir lágt flutningsgjald hafa járnbrautirnar reynst mjög arð- :Söm fyrirtæki. *) ensk míla tæpl. ‘/* danskrar mílu.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.