Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 46

Skírnir - 01.04.1906, Page 46
142 Smáþjóð—stórþjóð. Skirnir- sál, hennar sorg og' hennar gleði. Hún veit líka, að það sem hún er, það sem hún á og það sem hún ann er alt fengið með stríði og striti, keypt dýru verði einnar kyn- slóðar eftir aðra. Hún ein veit til fulls, hvað alt þetta hefur kostað, hvers virði arfur hennar er, trúin, siöirnir, lögin, tungan, bókmentirnar, vísindin, listirnar og þau verk önnur sem á þessu byggjast. Alt er þetta mótað og merkt eðliseinkennum þjóðarinnar, vottur þess hvað hún liefur athugað, hugsað, elskað og hatað. Hún ein getur skilið þennan arf til fulls, ávaxtað hann og aukið eins og vert er. I því er köllun hennar fólgin. Menning forfeðranna er sem sverðin, er gengu að erfðum í fornöld frá kyni til kyns. Við þau vóru tengdar margar sögur og merkilegar. Asdís fylgir Gretti syni sínum á leið: Hon tók þá undan skikkju sinni sverð búit; þat var all- góðr gripr. Hon mælti þá: »Sverð þetta átti Jökull föðurfaðir minn ok hinir fyrri Vatnsdælar, ok var þeini sigrsælt; vil ek nú gefa þér sverðit, ok njót vel«. Grettir þakkaði henni vel gjöflna ok kvað sér þetta betra þykkja, enn aðrir fémunir, þótt meiri væri. Til þess að sýna, hvað í sjálfri henni og í arfinum býr, til þess að votta með verkum sínum ágæti sjálfs sín og ættleiíðar sinnar, verður þjóðin að hafa frjálsar hendur. Hún þarf að vera sjálfri sér ráðandi, geta í öllum efnum sett sjálfri sér lög eftir eðli sínu og ákvörð- un, sjálf leitt sjálfa sig. Þess vegna telur hver heilbrigð þjóð frelsið sitt dýrasta hnoss. Hún veit, að enginn nema hún sjálf skilur til fulls þarfir hennar, hún veit að eng- inn nema sjálf hún getur uppfylt óskir hennar, og það er metnaður hennar að sýna mikilleik sinn í því, að setja sjálfri sér lög og hlýða þeim. Hún veit, að þjóð, sem hnýtt er aftan í aðra þjóð, verður brátt eins og orð, sem hnýtt er aftan í annað orð, upphafleg merking þess hver- fur smám saman, unz ekkert verður eftir nema ósjálfstæð- ending. Ekkert annað en fullkomið sjálfstæði í öllurn efnum getur því til lengdar fullnægt metnaði frjálsbor- innar þjóðar. Og þó felhella eigingirni og lileypidóma sé

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.