Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 95

Skírnir - 01.04.1906, Page 95
Skírnir. Hitt og þetta. 191 legginn, dálitið fyrir neðan kálfann, hafði dottið sár, en hvort það hefir orsakast fyrrum af því að sitja í kulda eða af því að hann, sem sí og æ var sokkinn niður í hókiðnir, hefir vanrækt nauðsynlega líkamshreyf- ingu — það skal eg ósagt láta, en til að hirða sár það og halda því lireinu notaði liann áhurð smurðan i léreftsvefju.11 Hið fagra kvæði „Yestanvinduiinn11, í kvæðum Bj. Thorarensens,. mun aðallega vera ort af vini hans dr. Hallgrimi Seheving skólakennara. Þegar eg var í skóla sagði Scheving „iamulus11 sínum, Sveini Skúla- syni frá því, og kvað svo að orði, að það væri eftir þá báða í samein- ingu. Þetta sannast bezt á því að í orðaskýringum eftir Scheving yfir hréf Hórazar hef eg fundið afklippu með eiginhendi Schevings, sem auð- sjáanlega er úr uppkasti hans til kvæðisins; á afklippumiða þessum stendur r kinrioðrar er þu hietst m .. . 2. Greymda eg koss þinnar ki... kinrioðrar eg hiet þ . . bar eg hann yfir unnir b . . . hið hiarta lopt i gegnu. Þo máttu því ei reiðast að þor hann fært getka. 3' Því eg leit í lundi liliu fagra i morgin bleiku höfði halla til helfarar húna gleymdi eg hvoriu.... .... og gaf henni kossinn. Kvæðið virðist því aðallega vera ort af Scheving, en fegrað og lagað af Bjarna. Fyrsta vísan hefir miklu meiri keim af orðalagi Schevings en Bjarna. Kvæðið er fyrir þessa sök ekki rétt eignað Bjarna nema að nokkru leyti. A tveimur eiginhandarritum Bjarna Thorarensens af Sigrúnarljóðum, sem eg hef séð, standa fyrir ofan þessi einkunnarorð eftir Oehlenschláger (úr „Axel og Valborg11); Naar Döden de jordiske Blus har slukt, Den rene Form staar englehvid tilhage. I hvorugri útgáfunni af Bjarnakvæðum fylgja áðurnefnd einkunnarorð kvæðinu, en ættu helzt að gera það, því í seinni helming 4. vísu er þýð- ing þeirra orðrétt eftir dönskunni: Engilhvitt formið hið fagra finnast mun óskert kinna, jafnfrítt og jafngott rauðu, þó jarðblysin slokni. og þannig hefir Bjarni víst í fyrstu hugsað sér að hafa það.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.