Vísir - 17.06.1944, Side 5

Vísir - 17.06.1944, Side 5
/ myndi enn ekki nema liálfnað haf til algers sjálfstæðis, þótt ef til vill væri náð þeim rétt- indum, sem boðin voru fram í frumvarpiriu 1907—1908. Sambandslögin. Heimsstyrjöldin 1914—1918 rauf raunverulega lengsl á milti íslands og Danmerkur. íslendingar urðu að taka að sér verzlunarmálin út á við og þannig einn þátt utanríkis- málanna. Sendar voru nefndir til slikra samningagehða og slíkt tos kom að öðru leyti á samband rikjanna, að sýnt þótti að hverju draga myndi. Bandamenn lýstu yfir því, að sigruðu þeir í ófriðnum, myndu þeir virða sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna, en af því leiddi, að líklegt mátti telja að ísland yrði, sama réttar aðnjótandi, ef þjóðarviljinn væri skýr og ótvíræður fyrir hendi. Danir gátu læpast hyggt rétt sinn til Suður-Jótlands á þjóðarat- kvajði þar, en synjað Islending- um um kröfur þeirra um sjálf- stæði, sem samþykktar kynnu að verða af þjóðinni einum rómi, — og undir öllum kring- umstæðum hefði slikt tæpast mælst vel fyrir. Danir vildu fá einhverja lausn á deilunni um rikisréttarsamband íslands og Danmerlcur, og að tilhlutun þcirra var skipuð 8 manna nefnd, — fjórir fulltrúar frá hvorri þjóð, — til að semja um málið og hera fram lausn á því í frumvarps formi og eftir þvi, sem við þætti eiga. Voru Danir viðráðanlegir í sanmingunum, en fulltrúar þeirra sættu mik- illi gagnrýni er heim kom, eink- um af hálfu Knud professors Bertin, sem sagði m. a. að það hefði gert gæfumuninn að ís- lendingar liefðu átt bezta lög- fræðing sinn í nefndinni, en Danir engan. Hitt mun þó mála sannast að erfið aðstaða Dana, svo sem að ofan greinir, leiddi íil eftirlátssemi þeirra og mun allt annað liafa verið ætlunin, en að sleppa því, sem á annað borð yrði haldið. Árangur þess- ara samningaumleitana voru Dansk-íslenzku sambandslögin frá 30. nóv. 1918, — vafalaust heppilegasti samningur, sem unnt var að gera með liliðsjón af öllum aðstæðum — bundinn við takmarkaðan tíma, einmitt heppilegan undirbúningstima að algjöru sjálfstæði og sjálf- stjórn út á við sem inn á við. Samkvæmt sambandslögun- um var Island viðurkennt frjálst og fullvalda ríki. Sam- eiginleg mál rikjanna voru þau ein, að sami var konungurinn. N’ÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ Danmörk fór með utanríkis- málin í mnboði Islands, — framkvæmdina en ekki stefn- una. Danskir ríkisborgarar nutu hér jafnréttis á við ís- lenzka og gagnkvæmt. Æðsta hluta og sættu í rauninni allir sig vel við þá afgreiðslu þeirra, þó einstaka þingmenn greiddu þeim mótatkvæði. Er frá leið undi þjóðin þó enn betur mála- lokunum, og segja mátti jafn- Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs Alþingis. dómsváldið skykli áfram vera í Danmörku þar til annað yrði ákveðið, en Alþingi samþykkti strax á fyrsta þingi lög um hæstarctt og fluttist dómsvaldið að þessu leyti inn í landið þeg- ar á árinu. 1920. Sama var að segja um landhelgisgæzluna. Danir skyldu hafa hana á hendi jafnhliða íslendingujn, en í framkvæmdinni var þetta meinlaust og gagnslaust ákvæði með því að gæzlan var af liálfu Dana framkvæmd af m'estu nærgætni og vel það, cnda frekar i orði en á borði. Sambandslagasáttmálanum mátti segja upp að 25 árum liðnuni, miðað við 1. desem- ber 1918, en til þess þurfti % annarshvors þingsins að sam- þykkja uppsögnina og að því loknu þjóoaratkvæðagreiðsla að fara fam. Skyldi uppsögnin staðfest af % hluta kjósenda- f jöldans, enda væri henni gold- ið jákvæði af % þeirra er þannig greiddu atkvæði, og þurftu þannig 57 af hundr- aði atkvæðisbærra manna að gjalda jákvæði við upp- sögninni. Þetta þótti íslenzku nefndarmönnunum vinnandi vegur miðað við almenna þátttöku í kosningum enda hefir reynslan sannað, að þar voru þeir sizt of bjartsýnir. Síðasti aldarf jórðungurinn. Samhandslögin voru sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri- vel að alger deyfð færðist yfir hana þá um stund, þannig að er rætt var um væntanleg sam- bandsslit mátti það kallast lirópandans rödd. Lcið svo fram til ársins 1928. Sigurður Eggerz átli þá sæti á þingi, en hann var einn þeirra fáu manna, sem ávallt hélt sjálf- stæðiskröfum íslendiriga á lofti, og taldi ekki vanzalaust að burðast með sambandslögin, enda jafnvel þjóðinni stór- hættulegt vegna jafnréttisá- kvæðanna og meðferðár utan- rikismálanna. Þótti Eggerz deyfðin óviðunandi og vildi knýja fram yfirlýsingar af hálfu rikisstjórnar og þing- flokkanna, þar sem þeir segðu af eða á lnig sinn allan um af- greiðslu málsins er útrunriið vajri samningstímabilið. Beindi hann þeirri fyrirspurn til ofan- greindra aðila og þá ríkis- stjórnarinnar fyrst og fremst, hvort hún vildi vinna að því, að sambandslagasamningnum yrði sagt upp svo fljótt, sem lög stæðu lil og jafnframt i- huga á hvern hátt utanríkis- málum vorum yrði komið fyrir sem haganlegast og tryggileg- ast, er þjóðin tæki þau að fullu í sínar hendur. Forsætisráð- herra svaraði þessari fyrir- spurn játandi og formenn flokkanna gerðu af þeirra hálfu grein fyrir afstöðunni og allir á viðunandi veg. Vöktu umræður þessar verulega at- hygli, og má í rauninni segja að áhuginn fyrir afnámi sam- bandslaganna héldist vakandi úr þessu, þótt misjafnlega hátt risu öldurnar. Á árinu 1937 bar það til tíð- inda hinn 10. apríl að borin var fram og samþykkt á Alþingi svohljóðandi tillaga til þings- ályklunar, en Sjálfstæðisflokk- urinri bar tillöguna fram: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að undirbúa nú þegar, i samráði við utanríkis- málanefnd, þá tilhögun á með- ferð utanj-ikismála innan lands og utan, sem' bezt kann að henta, er íslendingar neyta uppsagnarákvæðis sambands- laganna og taka alla meðferð málefna sinna í eigin hendur.“ Af hálfu SjálfstæðiSflokksins var jafnframt sú skýring gefin á tillögunni, að næði hún sam- þykki fælist í henni viljayfir- lýsing Alþingis í þá átt, að við íslendingar vildum nota lieim- ijd 18 gr. sambandslagasátt- málans til þess að krefjast þess, að strax eftir árslok 1940 yrði byj’jað á samningum um endurskoðun sambandslaga- samningsins. í öðru lagi vild- um við enga samninga gera í staðinn, lieldur hagnýta ákvæði sömu gi’einar um að fella samninginn með öllu úr gildi þremur árum eftir að þessi endurskoðunarkrafa kom fram. Tillagan var samþykkt einróma, og gaf Alþingi þann- ig öðru sinni ótviræða og ein- beitta viljayfirlýsingu í mál- inu, sem engum misskilningi gat valdið. Danir gengu einnig út frá því, sem gefnu að sam- bandsslil myndu fara fram, og þótt einstaka hjáróma raddir heyrðust í þessu efni bæði frá Dönum og íslendingum var ekki unnt að taka þær alvar- lega á nokkurn hátt. Leið svo fram til ársins 1939. Hinn 1 septejnber það ár hófst lieimsstyrjöld sú, er nú geisar. Hinn 9. april hernámu Þjóð- verjar Danmörku, og Noreg og rufu öll tengsl þá um stund milli Islands og Danmerkur. Var J)á þegar sýnilegt að nauð- syn bar til að gera sérstakar ' ráðstafanir til að skipa æðsta valdinu, — konungsvaldinu annarsvegar, en meðferð utan- rikismálanna og landhelgis- gæzlunni liinsvegar. Sameinað Alþingi, samþykkti á nætur- Ýundi, senj haldinn var að- faranótt hins 10. apríl eftir- farandi yfirlýsingar, sem born- ar voru fram af rikisstjórn- inni: 1. „Með þvi að ástand það, sem nú hefir skapast, hefir 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.