Vísir - 17.06.1944, Page 22
22
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ
Heyskaparfólk, sem hvílir sig (málverk eftir Gunnlaug Scheving).
Jón Engilherts að mála.
Barnið,
mynd eftir
Þorvald
Skúlason.
gefinn fj'rir viðfangsefni úr at-
vinnulifi almennings. Þorvald-
Skúlason er framúrskarandi
þjálfaður málari, nemandi Ás-
gríms og síðar norskra og
franskra listamanna. Hann er
módernisti mikill og frjáls i
umgengni við efni málverka
sinna, liefir afburða næman
litasmekk og skýra hugsun,
enda hefir hann reynzt vel sem
kennari,
Jóhann Briem er f jórði maður
frá Gunnlaugi Briem, er um
getur í upphafi greinar þessarar.
Hann lauk stúdentsprófi 1927
og hóf þá þegar málaranám.
Stundaði lengst af nám í Dres-
den, síðast sem „Meisterschuler“
á listaháskóla Dresdenar. Hann
Gamla heyið (málverk eftir Snorra Arinbjarnar).
er framúrskarandi vandvirkur
og þjálfaður lislamaður en hef-
ir sjaldan sýnt. Málaraskóla
hefir hann rekið í félagi við
Finn Jónsson, og þykir hann af-
burða kennari. Hann er auk
þess gagnrýninn mjög og má
vera að það sé að nokkru orsök-
in að hinni litlu framleiðslu
hans. En myndir hans bera vitni
um sterkan persónuleika og
markvissa stefnu.
Jón Engilberts hóf kornungur
nám hjá Guðmundi Thorsteins-
syni og síðar á Listaliáskólanum
danska. í Danmörku vann liann
sér álit og verðlaun og ferðaðist
fyrir „Van Gogh-styrk“ sinn til
Niðurlanda. Auk þess dvaldi
hann alllengi í Noregi. Honum
hafa víða komið áhrif og kunn-
átta, en liann hefir með dugnaði
og smekkvísi skapað sér ein-
kennilega sérstæðan, persónu-
legari stíl, og er liann einn
þeirra ungu málara, sem einna
mestar vonir eru við tengdar.
Eggert Guðmundsson hefir
aðallega stundað nám í Þýzka-
landi en haldið sýningar á
nokkrum stöðum utan Islands,
meðal annars í Englandi. Hann
er afkastamaður mikill, ba;ði
um olíumálverk og svarllist,
handlaginn og glöggur. Nína
Tryggvadóttir er nemandi Jó-
Iiánns Briems og Finns Jóns-
sonar en hefir auk þess stundað
nám utanlands. Hún er mjög
efnileg listakona og dvélur nú í
Ameríku. Þar dvelja einnig
nokkur listamannaefni, meðal
annara Halldór Pétursson, sem
numið hefir auglýsingateikn-
ingu en leggur nú stund á mál-
aralist, Drífa Viðar, sem numið
hefir hjá íslenzkum málurum,
og Örlygur Sigurðsson, sem hóf
nám vestan hafs.
Hér hefir verið stiklað mjög
fljótlega yfir sögu islenzkrar
myndlistar, og má vera að sitt-
hvað hafi gíeymzt, sem þess