Vísir - 17.06.1944, Side 27

Vísir - 17.06.1944, Side 27
VÍSIR — Þ.TÓÐIIÁTÍÐARBLAÐ 27 GUNNLÆUGUR KRISTMUNDSSON; SANDGRÆÐSLA RÍKISINS. x s Sandgræðsla í Lándsveit (Hekla í baksýn). I. „Sjá nú, livað ég er beinaher, brjóstin visin og fölar kinnar, cldsteyptu lýsa hraunin hér hörðum búsifjum ævi minnar. Kóróna mín er kaldur snjár, klömbrur hafísa mitt aðsctur, þrautir mínar í þúsund ár þekkir guð einn og talið getur.“ H. J. (1874). Fyrir 70 árum var þjóðhátíð haldin á Islandi. Þá minntist þjóðin þúsund ára landnáms- hyggðar Ingólfs Arnarsonar, er talinn hefir verið fyrsti land- neminn hér á landi. Þáttaskipti voru þá i stjórn- málasögu landsins og þjóðar- innar. Með nýrri stjórnarskrá fékk þá þjóðin fjárráð landsins í sínar hendur. Konungur kom til landsins og skáldin keppt- ust um að flytja honum fagn- aðarljóð og lieillaóskir. Islenzka þjóðin, sem þá var um 70.000 sálir, átti við knöpp kjör að húa, harðindin voru tíð og komu þungt niður á fén- aði og fólki, um landið og gróð- ur þess var litið hugsað. Skáldin sáu föðurlandið í nekt þess og örbirgð, rænt og rúið, og þau skildu að framtíð þjóðarinnar byggðist á gæðum landsins. Um Island segir Matt- hías Jochumsson: „Þú ert allt, sem eigum vér, ábyrgð vorri falið. Margir segja, sjá það er svikið, bert og kalið. Það er satt; með sárri blygð sjá þín börn þess vottinn, fyrir svikna sátt og tryggð sorg þín öll er sprottin.“ Búseta þjóðarinnar í landinu í þúsund ár hafði verið á einn veg: föðurlandið hafði fætt og klætt börn sín, sem lífi,héldu, — en lítið fengið aftur. Á öndverðri landnámstíð sagði Grímur háleyski við Ingi- mund hinn gamla, fóstbróður sinn, er þeir ræddu um lslands- för: .*,Er mér sagt gott frá land- kostum að þar gangi fé sjálfala á vetrum, en fiskur í hverju vatni. Skógar mildir, en frjálsir af ágangi konunga og annara illræðismanna.“ Landnemarnir vildu ekki lúta konungum, heldur ráða sjálfir landinu og hver fyrir sig hafa sem mest af gæðum þess og launa að engu. Eftir þúsund ár voru landsgæðín gengin mjög til þurrðar; þ4 fóru margir að hugsa til Ameríkuferðar. Þá skrifaði hinn nafnkunni maður Einar Ásmundsson í Nesi, 6. febrúar 1873, Jakobi Hálfdán- arsyni og segir: „Æslcilegt hefði verið, að allir hefðu komizt burt af þessum hólma, svo Danir hefði gelað séð ávöxtinn af stjórnspeki sinni, eins og þeir hafa séð, cða mátt sjá, annars- staðar, ef þeir væru ekki blind- ir, og nú í Hertogadæmunum .... “ Síðar segir Einár Ás- mundsson í sama bréfi: „Eftir því sem cinhverjir sögufróðir menn hafa talið, eru nú um 2000 ár síðan þeir fluttu sig hingað. Nú getur verið að tím- inn sé kominn til að hafa ennþá vistaskipti. Skáld vor bafa spáð nýrri gullöld á Islandi: — „Þá munu aftur eyddu túnin gróa, og akrar liera marga gyllta stöng; þá munu aftur inn í rökkri skóga, inndælir fuglar hefja kátan söng“ — licfir eitt skáldið sagt, og vísast er að þetta rætist nú fyrir þjóð vorri, þó að það verði í öðru landi og á annan hátt en skáldið meinti.“ (Saga Islendinga í Vesturheimi I, bls. 184—5.) Það er eðlilegt, að lítið sé gert til þess að verja gróður lands- ins eyðingu, ef sá hugsunarhátt- ur er ríkjandi, að flytja úr ein- um stað á annan eftir því sem landsgæðin ganga til þurrðar, en svo mun það liafa verið á landi hér viðast, þegar hin fornu gæði eyddust, t. d. skógar og veiðiföng, þá var flúið og flutt á annan stað. Á eftir skógarráninu fylgdi uppblástur og sandfok á mörg- um stöðum. Undan þeim ófögn- uði flýðu margir, annaðhvort að sjó hér á landi eða til Am- eríku. Stefán G. Stefánsson skáld í Ameríku minnist æskustöðv- anna í Mjóadal, sem nú er í auðn, og segir: „Á fornstöðvum okkar er sviplegt að sögn, tóm sandgröf er þar fram í dölum. Þar ráða nú öræfum auðn og hún þögn, en útrýmt er heiðló og smölum. Og langt er nú síðan í sandorpið kot á sumardag fyrsta skall erindisþrot." Gunnar Sigurðsson lögfræð- ingur frá Selalæk skrifaði í Morgunblaðið um „Einar í Bjólu“ áttræðan, og segir svo um hann: „Hann ólst upp í Landsveit og á Rangárvöllum á þeim tíma, sem báðum þess- um sveitum lá við landauðn af sandfoki og harðæri. Einar fluttist um fermingaraldur að Kornbrekkum á Rangárvöllum. (Kornbrekkur eru rétt við Gunnarsholt). Jörð þessi var fyrrum höfuðból, en hefir ver- ið í eyði síðan Einar flutti það- an fellisárið 1882. — Það hafa vcrið daprir dagar hjá Einari fyrrnefnt fellisár. 1 tvo sólar- hringa áræddi hann ekki út úr bænum, svo var sandkófið og grjótflugið mannskætt. Þegar hann svo á þriðja degi brýzt út, þá er aðkoman sú, að bú- peningurinn er ýmist dauður eða hálfdaufur í sandorpnum húsunum. Sum húsin voru þannig lcikin, að gaddfreðnar þekjurnar höfðu fletzt af veð- urmegin." Þessi 4ýsing G. S. er sönn. Sandfok og vikurhríð tæta grassvörð af grónu landi og torfþök af húsum. Einar flýði úr sandinum á Kornbrekk um, en settist að á grasbjdi i næstu sveit. Svo mikill var mannflóttinn til Ameríku frá Islandi 4 árun- m 188Q-189Q, Íflíiósiý^ r— Ranglátur,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.