Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 29
VÍSIR
ÞJÓÐI-IÁTlÐARBLAÐ
29
sýslu, Rangárvallasýlu, Árnes-
sýslu og Gullbringusýslu. Vitan-
lega eru sandfokssvæði viðar, en
þau eru minni og annars eðlis,
t. d. er kalksandur, sem fýkur
frá sjó á Vesturlandi, en um
miðbik landsins er það eldgosa-
aslca og vikur, sem sandmagnið
er samansett af og mestu tjón-
inu veldur.
III.
„Græðum saman mein og mein,
metumst ei við grannann.
fellum saman stem við stein,
styðjum hverjir annan.
Plöntum, vökvum rein við rein,
ræktin skapar framan.
Hvað má höndin ein og ein?
Allir standi saman.“
• Matth. Jocli.
Á eldgosasvæði Islands eru
hraunbreiður miklar, grunn-
vatnsins gætir lítið nema við
hraunbrúnirnar, þar sem vatnið
kemur fram undan þeim. Land-
ið er viða þurrt og jarðvegur, t.
d. á hálendinu, mjög blandaður
vikri og ösku með þunnum
moldarlögum. Á láglendinn og
alllangt inn til fjalla liefir verið
birkikjarr, víðir og lynggróður.
Þegar sá gróður eyddist, varð
landið bert og viðnámslaust fyr-
ir fénaðarbeit og áhrifum
frosts, vatns og vinda. Jarðveg-
urinn var frjóefnasnauður og
grasvöxturinn rýr. Moldin var
laus og létt, og rótarvefur
plantnanna grófur, gisinn og ó-
traustur, leir eða bindiefni ekk-
ert, sem haldið gæti jarðveg-
inum föstum.
Þar sem fénaður gekk, gróð-
ur þvarr og flög mynduðust,
var moldin laus, gljúp og þorn-
aði fljótt og þyrlaðist upp, er
stormur var; barst hún um loft-
ið og var lcölluð mistur. Sand-
urinn og vikurinn, sem í jarð-
veginum var, fylgdi jörðinni,
tætti af grassvörðinn, scm næst-
ur var flaginu, uppblásturs-
svæðið stækkaði og sandmagnið
óx. Gróðurlendið eyddist, bæir
féllu og landið fór í auðn. Ef
uppblástur gengur jafnt yfir
stór svæði, er það nefnt breið-
fok. Ráðið til þess að varna því
er að girða allt uppblásturs-
svæðið, byggja skjólgarða þvert
yfir það, og sá melfræi meðfram
þeim. Slita með þvi sundur
auðnina (gái'ann) og koma
gróðrinum sem viðast á stað.
Reyna svo að hjálpa nýgræð-
ingnum að breiðast út og ná
saman við gamla gróðurinn,
scm var að eyðast og deyja út i
sandfokinu. Það verður honum
oftast til bjargar, svo að allt
grær.
Af götum, vatnsfarvegum,
flögum og skurðum myndast
stundum geilar eða skörð i gras-
svörðinn. Moldin losnar, liryn-
ur niður úr bakkabrotunum og
holbakkar myndast. Grassvörð-
urinn brotnar svo niður og er
það kallað landbrot. Það má
laga með því að girða uppblást-
urssvæðið, skera niður, jafna
og þckja bakkabrotin, og stöðva
sandinn með görðum og sán-
ingu. Þegar búið er að hefta
uppblásturinn og sandfolcið,
þarf að rækta sandsvæðið, þ. e.
plægja landið, bera í það búfjár-
áburð og gera það að túmun,
cða gróðursetja í það skógar-
plöntur. Ekki má beita óræktuð
sandgræðslusvæði, jarðvegur-
inn er viðast frjóefnasnauður
og gróðurinn deyr af traðki og
hor, ef landið er urið og lagt
undir beit; sandfokið byrjar svo
aftur. Fram til þessa tíma hefir
sandgræðslan gengið út á að
hefta uppblástur og sandfok,
reyna að varna áframhaldandi
eyðileggingu, — en ekki haft fé
til þess að rækta landið, sem er
í sandgræðslugirðingunum. Það
er því að mestu óræktað og ekki
komin þar nema 4 býli, sem
Sandgræðsla Islands á, en land
er þar til fyrir nokkur býli, ef
menn vildu taka það til ræktun-
ar og byggja nýbýh. Flatarmál
Sandgræðslugirðinganna er á-
líka stórt og allra túna á land-
inu, en af því er auðvitað ekki
nema lítið, sem hæft er til tún~
ræktar.
Það er álit sumra, að sand-
græðslan sé dýrt fyrirtæki, en ef
að er gáð, er hægt að sjá, að
allur kostnaður við sandgræðsl-
una, með starfslaunum og girð-
ingum, er þó ekki nema um 20
kr. til jafnaðar á hvern ha., sem
girtur hefir verið í sandgræðslu-
svæðunum.
Sé gert ráð fyrir að fram-
ræzla mvrlendis til túnræktar
kosti yfir 2000 kr. á ha., sem
varla er of hátt, el tir núgildandi
verðlagi, þá er spurning, hvort
ekki ætti að taka sandgræðslu-
svæðin meir til túnræktar en
gert hefir verið. Túnræktin er
þar framtíðarstarf og hún verð-
ur sennilega ekki dýrari þar
heldur en i mýrunum. — En
þar má ekld byggja á beit á ó-
ræktuðu landi. Víða hefir flýtt
fyrir uppblæstrinum frjcefna-
Sandgræðsluskj ólgarður.
leysi jarðvegsins. I blásnum
sveitum, sem í auðn hafa farið,
eru það venjulega túnin, sem
lengst halda velli, þó að kind-
inni og hestinum, samhliða upp-
blæstrinum og sandfoldnu, tak-
ist að lokum að koma þeim í
auðn, þó að viðnámsþrótturinn
af ræktun landsins hafi sýnt
fræga vörn. Magurt land er auð-
vclt að leggja í auðn — en rækt-
unin er vissasta vörnin gegn
uppblæstrinum.
Friðun sandsvæðanna hefir
valdið nokkrum styrr, og er það
að vonum, þar sem bú hafa ver-
ið rekin mest með beitarfénaði
og þröngt er í högum. — En nú
er mönnum að verða ljós sú
hætta, sem gróður landsins er í
af ofbeit, uppblæstri og sand-
foki. Sandgræðslan hefir ‘sýnt,
að hægt er að hefta uppblást-
urinn og bjarga landi, einstök-
úm býlum og jafnvel hálfum
eða heilum sveitum frá þvi að
fara í auðn og sand. Mikið verk-
efni er þar framundan og ættu
allir Islendingar að sýna þá ætt-
jarðarást og þegnskap, að vilja
verja gróðurlendi föðui-landsins
og lífsbjörg þjóðarinnar. Hér er
eklcert blóðugt stríð um að
ræða, heldur einungis góðan
vilja og samstarf við guð og
lífræna náttúru, sem i öndverðu
klæddi landið: grasi, blómum
og skógarkjarri.
8. maí 1944.
Sangræðslan lijá Gunnarsholti.
Uppblásið land i Þjórsárdal.
8