Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 35
VlSIR —' ÞJiÓÐII ÁTÍÐARBLAÐ
35
m rwi M 1WW A H Eitir
M 1 Æ. JH Æ. I HII. .IÓ\SSO\
Islenzka ströndin er löng og
vogskorin. Boðar, blindsker og
grynningar eru víða, og gera
siglingar hættulegar. Harðir
straumar liggja þungt og ber
skjótlega af leið, sé ekki fyllstu
varúðar gætt. Löng skammdeg-
isnótt, þokur og dimmviðri eru
lika staðreyndir, sem hver ís-
lenzkur sjómaður verður að
reikna með. En þrátt lyrir allt
þetta verða Islendingar að sigla.
Siglingar eru Islendingum
meira en nauðsynlegar — þær
eru lífsnauðsyn. Fiskinn verður
að sækja á miðin. Flutningar að
og frá landinu verða að fara
fram á sjó, og sömuleiðis llutn-
ingarnir frá hinum mörgu sjáv-
arplássum og til þeirra. Næst
skipum, og mönnum til að fara
með þau, er tvennt nauðsynleg-
ast til að siglingar geti átt sér
stað — vitar og sjómerki, sem
geta veitt sjófarendum upplýs-
ingar um rétta leið og varað þá
við hættulegum stöðum, og
hafnir og bryggjur, þar sem
skipin geta fermt og affermt
og legið um kyrrt, ef á þarf
að halda. Ilér verður aðeins far-
ið nokkrum orðum um fyrra at-
riðið: vitana.
Fyrstu vitarnir.
Fyrsta desember í fyrra voru
liðin. 65 ár síðan fyrst vor
kveikt á vita á Islandi. Það var
Reykjanesvitinn eldri, á Vala-
hnúk, sem þá var tekinn til
notkunar, og um 20 ára skeið
var hann eini viti landsins. —
1897 voru sett í hann ný ljósa-
tæki, og sama sumar voru vitar.
reistir á Garðskaga og Gróttu,
auk hafnarvita fyrir Reykjavík.
Líður svo fram vfir aldamót,
að fleira er ekki aðhafzt. 1902
voru svo reistir vitar á Elliða-
ey i Breiðafirði og á Arnarnesi
við Isafjarðardjúp. Enn líða 4
ár, eða fram til ársins 1906, en
þá er Stórhöfðavitinn í Vest-
mannaeyjum hyggður. Fyrsta
tímabilinu í sögu vitamálanna
lýkur svo með því, að Reykja-
nesvitinn er endurbyggður á
Bæjarfelli 1907, þar sem hann
nú stendur. Á þessu 30 ára
tímabili höfðu því verið reistir
vitar á 7 stöðum, eða sem svar-
aði 1 vita 4. hvert ár, eða tæp-
lega það.
Nú gerist margt í senn.
Æðsta umboðsstjórnin flyzt inn
í landið og nýtt almennt fram-
faratímabil hefst. Umsjónin
með vitahyggingunum færist
um svipað leyti inn í landið, þar
sem sérstakur verkfræðingur er
ráðinn til að hafa þessar fram-
kvæmdir með höndum, en hing-
að til hafði flotamálastjórnin
danska séð um byggingarnar.
Enn fremur koma nú fram um
þetta leyti nýjar aðferðir til
vitalýsingar, sem taka mjög
fram því, er áður þekktist á
þessu sviði, og gera fram-
kvæmdir auðveldari. Allt þetta
varð til þess, að segja má að
nýtt tímabil hefjist í vitamál-
unum um þetta leyti og upp lrá
þessu reki hver vitabyggingin
aðra sleitulaust. Auðvitað hefir
verið misjafnlega mikið byggt
hin ýmsu ár, en alltaf hefir ver-
ið haldið í áttina á hverju ári.
Dalatangi og Siglunes 1908,
öndverðarnes og litli Reykja-
nesvitinn 1909, Dyrhólaey og
Langanes 1910, Rifstangi 1911,
Vattarnes 1912, Bjargtangi,
Kálfshamarsnes, Skagatá og
Flatey á Skjálfanda 1913, og
svona mætti telja allar götur
fram til ársins í ár. Nú eru vit-
arnir alls á landinu 140 að með-
töldum smávitum þeim, sem
reknir eru af einstökum bæjar-
og sveitarfélögum. I staðinn
fyrir einn vita 4. hvert ár, fram
til 1907, hafa þvi verið byggðir
að meðaltali 3—4 vitar á hverju
ári síðan.
Vitatækin.
Ljóstækin í Reykjanesvitan-
um fyrsta voru þannig, að 15
olíulömpum, sem hver varl4”’,
var komið fyrir, hverjum í sín-
um látúnsspegli. Ljósmagnið
var ekki mikið og erfitt að
halda \'ið öllum þessum lömp-
um og speglum, enda sýndi það
sig, að 1897 voru þessi tæki
orðin ónýt, og voru þá ný ljós-
tæki sett upp, 4. fl. ljóskróna
með olíulampa, sem talið var
að hefði stórum aukið ljós-
magnið. 1 þeim vitum, sem
byggðir voru næst á eftir, voru
yfirleitt notuð svipuð tæki, olíu-
ljós og ljósakróna annað hvort
„róterandi“, sem var snúið af
lóðum, eða með löstum ljósa-
krónum og þá með stöðugu
ljósi. Til þess að auðkenna vit-
ann, varð þá að láta lilífar snú-
ast í kringum ljósakrónuna.
Eftir 1908 hefir megnið af öll-
um vitum, sem bvggðir hafa
verið, verið gasvitar. Þeir eru
ódýrari í rekstri, öruggari og
þurfa niinni gæzlu. Gömlu olíu-
vitunum er líka smátt og smátt
verið að breyta í gasvita, svo
að nú eru ekki eltir nema 4
vitar, sem reknir eru af ríkis-
sjóði, er hafa olíuljós.
Fjármálin.
Kostnaðurinn við þessar
framkvæmdir hefir, eins og
gefur að skilja, orðið allmik-
ill. Byggingarkostnaðurinn —
stofnkostnaðurinn — hefir ver-
ið þessi í krónum:
1878—96 (19 ár) . 28.426,61
1897—06 (lOár) . 55.614,17
1907—17 (11 ár) . 431.279,49
1918—42 (25 ár) . 2.678.579,61
Samtals 3.193.899,88
Tölurnar tala sínu máli. Af öllu
því fé, sem frá uppliafi hefir
verið varið til vitabygginganna,
hefir um 84% verið notað síð-
ustu 25 árin. Auk þess er svo
reksturskostnaðurinn, sem sið-
ustu árin fyrir stríð var um (4
millj. króna á ári, en hefir vit-
anlega nú vaxið gífurlega.
Auðvitað hefir ríkissjóðurinn
ekki getað staðizt þessi miklu
útgjöld án þess að fá fé á móti.
Með vitagjaldinu hefir þessi
tekjustofn fengizt, og hefir
hvorttveggja staðizt á nokkurn
vegin, vitagjöldin í ríkissjóð-
inn og kostnaðurinn við bygg-
ingu og starfrækslu vitann^.
Þó hefir hin síðustu árin fyrir
stríð hallað verulega á ríkis-
sjóðinn, þannig að ekki hefir
verið notað allt vitagjaldið í
þessú augnamiði. Allra síðustu
árin hefir aftur meira fé verið
varið úr ríkissjóði árlega en
vitagjaldinu nemur, og hafa því
á ný jafnazt metin. En ennþá
er ríkissjóður meira en skað-
laus af vitarekstrinum, sé allt
vitagjaldið talið honum til
tekna, eins og sjálfsagt er.