Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 36
36
VÍSIR
ÞJjÓÐIIÁTÍÐARBLAÐ
Reykjanesviti. (Ljósm.: Svavar Hjaltested.)
Ástandið nú.
Því fer fjarri, að vitakerfi
landsins sé enn svo fullkomið,
að siglingar með ströndum
fram geti talizt öruggar, og enn
eigum vér ekki -vitakerfi, er-
staðizt geti samanburð við kerfi
nágrannaþjóðanna. Strand-
lengja Islands er um 5000 km.,
þegar reiknaður er hver fjörður
og vík, en ytri strandlengja er
venjulega talin um 2400 km.
Vitarnir eru 140, og kemur því
einn viti á hverja 17 km. strand-
lengjunnar ytri. Til samanburð-
ar má geta þess, að í Norégi er
1 viti á hverjum lx/2 km.
strandlengjunnar ytri, en þess
ber þó að geta, að strendur
Noregs eru miklu vogskornari
en strendur íslands. Þó töldu
Norðmenn fyrir stríð, að þeir
hefði langt frá því lokið við
vitakerfi sitt. Samanburðurinn
er oss því mjög i óhag, og gegn-
ir svipuðu máli, ef borið er sam-
an við önnur nágrannalönd.
En á annan hátt er saman-
burður okkar hagstæður, svo
Sem þessi tafla sýnir:
Ibúatala Ibúa-
ímillj. Vita- fjöldi
ca. f jöldi á vita
I Noregi ... 3,0 2178 1380
I'Svíþjóð .. 6,0 ca.1600 3750
1 Danmörku 3,5 ca.850 4130
Á Islandi . . 0,12 140 857
I þessum samanburði verður Is-
land nr. 1, þó að víða sé leit-
að, en það sýnir, að ef miðað
er við íbúatöluna, hafa Islend-
ingar lagt, kannske meira en
nokkur önnur þjóð, fram fé til
þessara mála.
Við þennan samanburð er enn
eins að geta sérstaklega, að því
er Noregi viðvíkur, þar er
langsamlega mestur hluti
Ijósvitanna örsmáir, „Fyr-
lamper“ svokallaðir, sem aðeins
lýsa mjög stutt og eru ódýrir.
Þeir eru um 1900. Stóru vitarn-
ir aðeins um 150 (Fyrstatio-
ner).
Stefnur
nágrannalandanna.
1 nágrannalöndum vorum
ríktu fyrir strið tvær megin-
stefnur um vitabyggingar, ann-
arsvegar auking radiovitanna,
hins vegar aukning á ljósmagni
stóru vitanna. Radiovitar ger-
ast nú æ ódýrari, enda fjölgar
sem óðast þeim skipum, er hafa
miðunartæki innanborðs. Það
fer þvi ekki hjá því, að mikið
af aukningu vitákerfisjns í
framtíðinni fari í nýja radio-
vita.
Með rafmagnslýsingu er auð-
velt að margfalda ljósmagn
gasvitanna íslenzku. Þjóðverjar
hafa t. d. lokið við að raflýsa
alla sína stóru Eystrasaltsvita,
og í Sví J)jóð, Danmörku og
Noregi er unnið að Jjessu af
kappi. Venjulega eru þó höfð
varatæki, ef straumurinn af ein-
hverjum ástæðum rofnar, oft
sjálfvirk, sem falla inn og
kveilcja sjálf samstundis og raf-
ljósið deyr. Olíuvitarnir, að
minnsta kosti þeir, sem höfðu
lampa með kveikjum, einum
eða fleiri, virðast vera að hverfa
úr sögunni, en allmikið er þó
enn notuð olíulýsing með glóð-
arneti. Loks er það mjög áber-
andi, hversu mjög skiptir í tvö
horn með vitastærðir hjá ná-
grannaþjóðunum. Stóru vitarn-
ir eru stærri en okkar vitar
flestir, en langflestir minni,
sérstaklega er þetta áberandi í
Noregi, og veldur þar um auð-
vitað hvernig strönd þeirra er,
skerjótt og vogskorin, svo að
siglingaleiðir verða þröngar og
krókóttar, og því þörf margra
vita en smárra. — Vitakerfið
og fyrirkomulag þess verður
auðvitað að laga sig eftir
ströndinni og þeim siglingum,
sem þar fara fram. Sem algerða
mótsetningu við norsku strend-
urnar má t. d. taka vesturströnd
Jótlands, Jjar sem hafnleysur
eru á löngum svæðum. Þar eru
vitarnir strjálir, en stórir og
ljósmiklir (upp í 8 millj. H.K.).