Vísir - 17.06.1944, Page 43

Vísir - 17.06.1944, Page 43
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 43 eyjar 1919, Norðfjörður 1928 og Akranes 1942. En sagan er ekki öll sögð með því, að benda á hina stærri kaupstaði. Aragrúi þorpa og stærri og minni kaup- túna hefir einnig risið jupp við sjávarsiðuna og yrði of langt hér upp að telja. Og nú er svo komið, tæpum 100 árum eftir að Reykjavík fékk sína fyrstu reglulegu bæjarstjórn, að kaup- staðir og þorp með 300 íbúum eða fleiri eru 35 að tölu og íbúafjöldi þeirra samanlagður 78 þús. maims. Um aldamótin 1900 voru á öllu landinu sam- tals 78 þús. manns, eða ná- kvæmlega jafn margt fólk og nú er í kaupstöðum og þorpum einum saman. Kaup- staðirnir og þ'orpin eru svo til öll ný sveitarfélög, þ.e. þau hafa flest verið skilin frá hreppun- um, sem þau fyrst mynduðust í. Fyr meir töldu ýmsir vöxt kaupstaða og kauptúna all- hættulegan og heyrist það stundum ennþá. En í þess- um nýju sveitarfélögum hefir fram farið þáttur í þróunarsögu íslenzkra sveitarstjórnarmála, sem með öllu var óþekktur áð- ur á íslandi, þrátt fyrir hið góða skipulag, sem annars hefir alla tíð haldizt hér í sveitarmálefn- um. A eg þar við heildarframtak- ið, sem svo mætti nefna, en með því á eg við sameinað átak íbúa heils sveitarfélags til að bæta úr þörf heildarinnar, eða skapa skilyrði og grundvöll að aukinni framtakssemi íbúanna og bættri afkomu eða menningarlífi með- al þeirra. Væri um þann merkilega þátt, sem sveitarfélögin hafa átt í því að skapa þetta heildarfram- tak og beita því, hægt að rita langt mál, en rúm leyfir það ekki, og skal þvi aðeins á fátt eitt drepið. Hafnarmál. Grundvöllurinn undir lífi og afkomu þeirra, sem réðust í að lifa lifi sínu „á mölinni“, eins og það var fyrrum nefnt, hlaut að verða sjórinn með gjöfum sínum og hættum. Það hlaut því að verða eitt aðalviðfangsefni íbúanna þar, að skapa nauðsyn- leg skilyrði til sjósóknar og að- flutninga. Fyrstu og þýðingar- mestu verkefnin hjá þessum sveitarfélögum urðu því hafn- armálin eða lendingarbæturnar, eins og það var í fyrstu oftast nefnt. Um þau mál höfðu sveitar- stjórnirnar víðast hvar forustu og hefir verið varið til hafnar- mála á íslandi stórfé á okkar mælikvarða. Fyrir 50 árum gátu stærri skip hvergi lagst að bryggju hér á landi, — eii nú er svo komið, að nálega allsstaðar í stærri og minni kauptúnum og í öllum bæjum geta flest sldp, er hér ganga, lagst að bryggju og því hafnað sig hvernig sem veður er. Með hverju ári sem leið, hefir komizt meira og betra skipulag á þessi mál, og er það eitt þeirra, sem ríkið hefir stutt á marga vegu, þó þau hvíli mest- megnis enn á sveitarfélögunum. Vatnsveitur. Þar sem margt fólk flytur saman á einn stað segja vand- ræðin um heilnæmt drykkjar- vatn fljótt til sín. Lækir allir verða fljótt ónothæfir og brunn- ar vilja bregðast í margmenn- inu, þó þeir gefist sæmilega meðan fáir eru um þá. Sveitar- stjórnirnar hafa því tekið að sér lausn þessa máls víðasthvar og með þeim árangri, að ágætis vatnsveitur eru nú komnar víða í kaupstöðum og kauptúnum og hafa þær óvíða verið styrktar af ríkinu, en hvila algjörlega á sveitarfélögunum einum. í kjöl- far vatnsveitunnar í hverjum bæ og kauptúni siglir fljótlega gjörbylting í hreinlætisháttum hvers kauptúns. Lækjúnum er „lokað“ og þeir gerðir að skolp- ræsum, ef þcss er kostur og ó- hrcinindin fljóta til sjávar neð- anjarðar, sem áður fylltu þorp- in illum daun. Sálernin hreytast af sömu ástæðum, Iiöð koma í húsin og hreinlæti allt batnar á margan veg, þegar þessi frum- undirstaða — vatnsveitan -— er fcngin. Fræðslumál. Eitt af því, sem menn í önd- verðu héldu að kafna mundi að fullu og öllu, er hin nýju sveit- arfélög tóku að myndast, var hin forna íslenzka heimilis- menning. Hún átti drýgstan þáttinn i því, að viðhalda and- legu atgervi þjóðarinnar á tíma- bili hnignunar og niðurlægingar og það verður að játa, að ekld horfði þar glæsilega í byrjun, er fólk tók að flytja saman í þéttbýli þorpanna. En úr þessu rættist von bráðar mikið, fyrir aðgerðir sveitarfélaganna. Þau tóku upp skólafræðslu í stað heimafræðslunnar og hafa sí- fellt aukið hana og endurbætt hjá sér síðan. Ríkið hefir að sjálfsögðu stutt þær víða vel með ábyrgðum fyrir dýrum skólabyggingum, greiðslu á nokkurum hluta kennaralauna og ýmsu fleiru. En meginþung- inn og öll framkvæmdin hefir lengst af hvilt á sveitarstjórn- unum og sveitarfélögunum. Um það deila menn nú ekki lengur, hvort skólar slculi vera, heldur hitt, hvernig þeir skuli vera og hve lengi þeir slculi veita nemendum sínum dvöl. Unglingaskólar, gagnfræða- skólar, námskeið og ýmiskonar önnur fræðsla sigldi fljótlega í kjölfar barnaskólanna og nú er þetla orðið að einhverju yfir- gripsmesta „kerfi“ þjóðfélags- ins. Sjálfsagt verður þar mörgu breytt og um margt bætt frá því, sem var og er, en sveitar- félögin — og alvcg sérstaklega kaupstaðir og kauptún — hafa hér haft forustu í framlcvæmd- um og borið lengst af mestar fjárhagsbyrðarnar af fræðslu- málunum. Sýnir þessi þróun öll að ekki er þeim síður til þess treystandi að taka vel og skyn- samlcga á þeim málum eða við- fangsefnum, sem ekki gefa strax arð í aðra liönd eða eru beinlínis í þágu hinna daglegu þarfa. Rafmagnsmálin. Þau mál, sem hin nýju sveit- arfélög — kaupstaðirnir og kauptúnin -— hafa þó sýnt allra mesta forustuhæfni í, eru raf- magnsmálin. Ljósþörfin í fjöl- menninu, jafnframt eldhætt- unni, sem af því stafar að marg- ir og misjafnir fari með ljós eða eld, varð vitanlega aðal- hvötin að rafmagnsveitunum. Nú má víst telja, að allir kaup- staðir og flest kauptún séu raf- lýst orðin og sumir bæir, eins og Reykjavík, Akureyri, Isa- fjörður o. fl„ veita nú íbúum sínum rafmagn til ljósa, suðu og jafnvel til hitunar, ef óskað er. En eins og framtakssemin um vatnsveiturnar varð undir- staða almenns hreinlætis, svo verður rafmagnið undirstaða margþætts iðnaðar, sem vafa- laust á eftir að vaxa mjög stór- kostlega, er stundir líða. Raf- veiturnar hefir rikið stutt á ýmsan hátt, en aðallega þó með ábyrgðum enn sem komið er. En hinar miklu framfarir, þæg- indi og að ýmsu leyti liið aukna öryggi, sem rafmagnið hefir sýnt að hafa í för með sér, hafa áorkað því, að nú er svo komið að Alþingi liefir farið að gera sér ljóst, hvernig nota mætti hin miklu fallvötn vor til stór- kostlegra virkjana, er bæði gætu náð til sveita og kauptúna. Vænta má, að slíkt „heildar- plan“ verði að veruleika á næstu áratugum, en þó svo verði, niun því aldrei gleymt, að það voru sveitarfélögin, sem heiðurinn eiga af því að hafa rutt braut þessu merkilega máli, sem á eftir að gjörbreyta á ýmsan hátt allri framleiðslu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.