Vísir - 17.06.1944, Page 48

Vísir - 17.06.1944, Page 48
48 VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐ Starfsstúlkur Efnagerðarinnar fylla á flöskur. Snyrtivöruverksmiðjan. Fyllt á flöskur. r I SNYRTIVÖRUVERKSMIÐJ- AN VERA SIMILLON. Árið 1929 kom frú Vera Si- millon (frú Ingibjörg H. Stein) hingað heim frá París, þar sem hún hafði rekið snyrtistofu. Hér stofnsetti hún nýtízku snyrti- stofu og tólc brátt að framleiða ýmsar snyrti- og fegrunarvör- ur. Uppskriftir sínar hafði frú- in tekið saman á löngum starfs- tíma og með rannsóknum og skólanámi. Þær hafði hún selt til afnota i París og Hollywood, og eru þær enn framleiddar á þeim stöðum, eftir því sem bezt er vitað. Snyrtivöruframl'eiðslu hennar tók firmað Skúli Jó- hannsson & Co. að sér í aðal- umboð 1934, og árið eftir keypti það firma verksmiðju hennar og uppskriftir. Firmað jók mjög framleiðsluna og bætti við nýjum tegundum. Árið 1938 gekk einn eigenda firmans Skúli Jóhannsson & Co. úr félagsskapnum og eign- aðist snyrtivöruverksmiðjuna, en firmað hélt áfram að selja afurðirnar með aðalumboði. Rak hinn nýi eigandi, Oddur H. Helgason, verksmiðjuna einn um skeið, eða þar til 1941, að hann stofnaði firmað O. H. Helgason & Co., sem eignaðist verksmiðjuna og tók nokkru síðar einnig við sölustarfinu. — Verksmiðjan var fyrst rekin í sambandi við snyrtistofu frú Veru Simillon í Túngötu 6, sið- an í húsnæði Skúla Jóhanns- sonar & Co. í Bankastræti 7, síðar á Hringbraut 34, og loks í húsi Odds Helgasonar, Þing- holtsstræti 34, unz hún var flutt í hið nýja verksmiðju- og verzlunarhús O. H. Helgasonar & Co. á Borgartúni 4. Verksmiðjan framleiðir allar helztu tegundir af fegrunar- og snyrtivörum, svo sem andlits- smyrsl, andlitsvökva (skin to- nic), púður, augnbrúna- og augnlokalit, varalit, naglalakk, fótabaðsalt og margt fleira og fjölgar að staðaldri framleiðslu- vörum, enda fer salan jafnt vaxandi. Það er fróðlegt að skoða húsakynni verksmiðjunnar og starfsháttu. Fer þar saman vélavinna og handa. Vélar blanda smyrslin og aðrar vélar fylla skálpa og krukkur, en samæft og handfljótt starfsfólk sér vélunum fyrir efnum og stjórnar þeim. Áfyllingarvélar verksmiðjunnar geta fyllt 4— 500 skálpa á klukkustund, og gefur því að skilja, að ekki vinna þær vélar alltaf á fullum hraða. Vegna þess, hve innlend- ur markaður er smár, eru vél- arnar reknar til skiptis og af- kastamöguleikar þeirra ekki notaðir til fulls. Verksmiðjan hefir flutt nokkuð út af vörum, en vinnur aðallega fyrir inn- lendan markað. Verksmiðjan varð fyrst til þess að ganga frá vörum sín- um í smekklegum öskjum, er hentugar væru til tækifæris- gjafa. Þessir gjafakassar hafa náð vinsældum og einnig orðið til að vekja athygli á vörunum. EFNAGERÐIN STJARNAN. Um 1930 hafði Mjólkurfélag Reykjavíkur stofnað litla efna- gerð í húsi sínu við Hafnar- stræti og framleiddi þar eink- um saft, edik, sósulit og ann- að slíkt. Einnig malaði efna- gerðin og pakkaði kryddvörum og framleiddi kaffibæti. Verk- smiðju þessari var fyrst í stað eingöngu ætlað að framleiða fyrir smásöluverzlun félagsins, Liverpool, og handa félags- mönnum. Af þessum orsökum varð starfræksla miklu minni en vélalcostur gaf ástæðu til, því að mest er framleitt eftir hendinni. Félaginu þótti ekki ástæða til að reka verksmiðj- una í svo smáum stil og seldi hana því hlutafélagi, sem rak hana í nokkur ár. Árið 1941 keypti O. H. Helga- son & Co. Efnagerðina Stjörn- una af þáverandi eigendum og ráku hana áfram í sama hús- næði, þar til er verksmiðjuhús- ið á Borgartúni 4 var fullgert, og fluttist verksmiðjan þá í það húsnæði. 1 fyrra réðist Björn Þórðar- son verksmiðjustjóri til Stjörn- unnar, en hann hefir unnið að efnagerð í um 20 ár. I hinu nýja húsnæði, sem sér- staklega var ætlað verksmiðj- um, sköpuðust brátt miklu betri framleiðsluskilyrði, enda komst allur rekstur hennar á nýtt stig. Var vörutegundum fjölgað og afköst aukin, enda færðist nýtt líf í söluna. Þó getur verksmiðj- an eigi framleitt helming af því magni, sem húri mundi geta af- kastað og selt, vegna skorts á skömmtunarvörum. 0. H. HELGAS0N & C0. Eins og áður getur, gekk Oddur H. Helgason úr firmanu Skúli Jóhannsson & Co. 1938 og rak snyrtivöruverksmiðjuna Vera Simillon áfram sem einka- eigandi. Jafnframt tók hann að stunda útgerð, og óx sú starf- semi hans brátt svo, að honum þótti nauðsyn að stofna til sér- staks fyrirtækis um verksmiðju og verzlunarrékstur sinn. Sem félaga fékk hann þá Gunnar Guðmundsson, er staðið hafði fyrir verksmiðjunni og Sigurð Þórðarson, er verið hafði skrif- stofustjóri hjá Skúla Jóhanns- syni & Co. Firmað O. H. Helga- son & Co. stofnuðu þeir félagar snemma á árinu 1941 og bættu þá þegar efnagerðinni Stjörn- unni við rekstur sinn. Jafnframt efndu þeir til heildverzlunar og öfluðu við- skiptasambanda í Englandi. Tókst þeim að ná samböndum við ágætar enskar verksmiðjur, einkum í fatnaði og vefnaðar- vörum og skyldum vörum. Sendu þeir umboðsmann til Englands til að afla sambanda og höfðu þar starfandi fulltrúa allt árið 1942. En innflutningur þaðan hefir að mestu leyti lagzt niður í bili, vegna verzlunar- hafta. Nú rekur firmað einkum við- skipti við Ameríku og hefir þar fulltrúa. Einnig hefir það ný- lega stofnað sérverzlun með vélar og verkfæri, sem aflað er frá Ameríku. Ilúsið Borgartún. 4.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.