Vísir - 17.06.1944, Page 65
’aflinn jafnt og þétt. Auk þess
\rar eigi unnt að nýta nema
hluta af aflanum til söltunar
<eða beitufrystingar, vegna þess
að gæði síldarinnar meinuðu
það.
ttað hlaut því að liafa grund-
vallarþýðingu fyrir síldveiðarn-
ai', þegar hafin var hygging
síldarverksmiðja í landinu. Árið
1911 voru byggðar fyrstu tvær
síldarverksmiðjurnar. Voru
þær reistar á Siglufirði, en sam-
anlögð vinnsluafköst þeirra á
sólarhring voru þó ekki talin
nema 650 mál síldar (1 mál =
135 kg.). Næsta ár þar á eftir
voru enn byggðar nokkrar
verksmiðjur og flestar stærri en
hinar tvær fyrstu. Voru það
Norðmenn, sem hér riðu á vað-
ið. Þó má heita, að tiltölulega
lítill vöxtur væri í þessum iðn-
aði allt fram á ái'ið 1935. Fram-
sýnir menn liöfðu þó löngu séð
nauðsynina á því að auka þenn-
an iðnað, en mætt tómlæti. —
Mynd III sýnir, hver eðlileg af-
köst síldarverksmiðjanna hafa
verið áætluð á tímabilinu 1930
—1942. .
Árið 1930 voru verksxxiiðjurn-
ar 8 að tölu og vinnsluafköst
þeirra 9500 smál. Næstu árin er
v viðbótin mjög lítil, fyrr en kem-
ur fram á 1935. Upp frá því má
heita að stöðug aukning liafi
átt sér stað. Árið 1942 eru verk-
smiðjurnar orðnar 17 að tölu
og vinnsluafköst þeirra 37.200
inál og á árinu 1944 mun enn
ein verksmiðja hafa hætzt við
og samanlögð vinnsluafköst þá
komizt upp í um 40.000 mál og
er það rneir en fjórum sinn-
um meira en árið 1930. Á því
ári greip ríkið inn í þennan at-
vinnuveg mcð þeim hætti, að
það lét byggja síldarverksmiðju
með 2300 mála afköstum. Síðan
hefir það aukið við þessa starf-
senxi sína jafnt og þétt, hæði
með nýbyggingum og með því
að kaupa gamlar verksmiðjur.
Nema samanlögð afköst ríkis-
verksmiðjanna nú um 45% af
afköstum allra síldárvei’ksmiðj-
anna í landinu.
Hin stórkostlega aukning
síldveiðanna, sem orðið hefir
hin síðustu ár, væri með öllu
óhugsanleg án þeirrar aukning-
ar á afkastagetu síldarverk-
smiðjanna, sem hér hefir verið
drepið á. Hefir sá hluti, sem
verksmiðjurnar fá til vinnslu
af síldaraflanum farið mjög
vaxandi eftir því, sem síldar-
verksmiðjurnar hafa orðið af-
kastameiri. Árið 1930 nam hann
tæplega 70%, en komst árið
1937 allt upp í nær 90%. Magn
það, sem fór til söltunar, þ. e.
a. s. fram að styrjöldinni, og til
beitu var takmarkað, og ef af.l-
inn varð sérstaklega mikill,
varð hlutur verksmiðjanna
stærri, þar sem Jieim voru miklu
rýmri takmörk sctt með mót-
töku síldarinnar. I styrjöldinni
liefir síldarsöltun mjög dregizt
saman, og nemur nú aðeins
hroti af því, sem áður var.
Enda hafa farið allt upp í 95%
af síldaraflanum í verksmiðj-
urnar.
Eiga verksmiðjurnar vafa-
laust enn fyrir sér að aukast
mikið, enda virðast hér miklir
möguleikar vera ótæmdir. Hafa
verið gerðar áætlanir um stór-
kostlcgar framkvæmdir á þessu
sviði, hæði af hálfu ríkis og
einkafyrirtækja, en vart munu
þær framkvæmdir koma til fyrr
en að lokinni styrjöldinni.
Miklar framfarir hafa orðið
í allri nýtingu sjávarafurðanna,
þó enn sé að vísu margt óunn-
ið á því sviði.
Framleiðslu þorskalýsis hefir
flcygt mjög fram og má nú
sem meðalalýsi og allmikill
hluti þess kaldhreinsaður, en
áður var það flutt lit óhreins-
að eða létthreinsað. Hefir verð-
mæti þess að sjálfsögðu aukizt
mikið við það. Má nú lelja, að
öll sú lifur, sem til fellur við
þorskveiðarnar, sé notuð til lýs-
isvinnslu, en lengi frameftir
mun það ekki hafa vcrið.
Yinnsla á fiskúrgangi hefir
einnig verið upp tekin og mun
hún hafa hafizt fyrst árið 1911.
Aldrei hefir þó vcrið unninn
nema hluti þess hráefnis, sem
til fellur i landinu, enda hafa
verksmiðjurnar ekki verið
nema á nokkrum hinna stærstu
veiðistöðva.
Vinnsla á karfa í síldarverk-
smiðjunum hófst á árinu 1935
og hélt áfram þar til styrjöldin
hófst, en hefir fallið niður síð-
Gert við netin.
an. Var hér um algert nýmæli
að ræða, sem trúlegt er að aft-
ur verði upp tekið að styrjöld-
inni lokinni, þó e. t. v. verði
það eitthvað í breyttri mynd.
Margt er enn óunnið, svo að
segja megi að sjávaraftínn sé
nýttur til liins ýtrasta, en margt
hefir þó áunnizt, einkum hin
síðari ár. Er skammt síðan far-
ið var að hefja vísindalegar
rannsóknir á þessu sviði hér á
landi, en árangur sá, sem þegar
hefir fengizt af þeim rannsókn-
um, lofar góður fyrir framtíð-
ina.
Allt frá því um aldamót hef-
ir verið haldið uppi rannsókn-
um á göngum nytjafiskanna og
margar og merldlegar upplýs-
ingar fengizt. Eiga þessar rann-
sóknir þó vafalaust eftir að hafa
enn hagnýtari þýðingu í fram-
tíðinni, þegar nægilegur tími
hefir unnzt til að reka þær á
kerfisbundinn hátt.
, Þess var getið áður, að-í upp-
liafi hafi landsmenn aðeins afl-
að sér fisks til heimaneyzlu.
Síðar kom þó að því, að farið
var að flytja út sjávarafurðir.
Lengi fram eftir öldum var sá
útflutningur þó lítill að vöxtum
og verðmæti. Snenmia á tima-
bili því, er liér um ræðir, nam
verðmæti útfluttra sjávarafurða
rúmlega 60% (meðaltal áranna
1881—1890). Síðan hefir verð-
mæti sjávarafurðanna í útflutm
17
Síldin liáfuð upp úr herpinótinni og inn á þilfar sldpsins.
heita að allt lýsið sé flutt út