Vísir - 17.06.1944, Side 77

Vísir - 17.06.1944, Side 77
VlSIR ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 77 Guðmundur Hannesson. Á tímabilinu frá 1930 er vafa- laust langmerkasta málið, sem glímt er við: baráttan gegn hvítadauðanum. Á núverandi landlæknir vafalaust mikinn og merkan þátt i því, hvernig á þeim málum liefir nú verið tek- ið. Nú er stefnt i nokkuð aðra átt en áður, ekki látið nægja að koma smitberum á berklahæli, heldur eru þeir leitaðir uppi um land allt. Er þetta svo stórkost- legt fyrirtæki og mikil vinna, að þess munu engin dæmi, að nokkursstaðar liafi, hlutfalls- lega við mannfjölda, verið gerð- ar jafn víðtækar rannsóknir. — Framkvæmdarstjóri við þessi störf er Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir. Sigurður er Húnvetningur, og hefir mjög glæsilegan námsferil að baki. Hefir hann kynnt sér berklamál og berklavarnir í mörg ár, bæði í Danmörku og Þýzkalandi og víðar. Má fullyrða, að þar sé réttur maður á'réttum stað. — Hafa þessar merku rannsóknir hans staðið í nokkur ár, og vak- ið hina mestu athygli, bæði hér og erlendis. Talunark yfirlæknisins er að rannsaka og gegnlýsa með Röntgen-geislum lungu hvers einasta mannsbarns í landinu. Hefir hann þegar skoðað tugi þúsunda víðsvegar, næstum því hvert mannsbarn i nokkrum stærstu kauptúnum utan Reykjavikur. T. d. í Hafnarfirði og á Akranesi. Með þessu móti hefir fundizt fjöldi manns, er berklasýkingarhætta stafar af. Eftir tiltölulega stuttan tíma bregður svo við, að stórkostleg umskipti verða í tölu þcirra, er deyja úr berklaveiki hér á landi. Nú rúmt 100 á ári, á móti 232 árið 1930. — Þetta er mikið verk og varasamt fyrir þá, sem stöðugt fara með hina hættulegu Röntgen-geisla, en þetta er starf svo gott og merkilegt, að ekki er langt frá vegi að gizka á, að möguleilcar séu til að útrýma berklaveiki úr landinu. Tækist það, hefðum við innt af höndum merkilegt lilutverk, og unnið brautryðjendastarf á meðal mcnningarþjóðanna. I starfi sínu hefir Sigurður yfirlæknir verið mjög hep]3Ínn, enda nýtur hann aðstoðar merkra lækna í þessari grein, t. d. dr. med. Ola Hjaltesteð, og héraðslæknis, Magnúsar Péturs- sonar. Þá hefir á þessu tímabili stórt menningarskref verið stigið með hinum almennu alþýðutrygging- um. Var sú löggjöf öll nauðsyn- leg, og er mjög yfirgripsmikil. Þvi þótt gott og nauðsynlegt sé að hafa nóg af duglegum og vel menntuðum læknum, og vel útbúnum sjúkrahúsum, þá er vissulega nauðsynlegt að hið op- inbera tryggi rétt vanheilla og slasaðra, jafnframt því, að veita almenningi fjárhagslega. aðstoð til þess að leita læknishjálpar og sjúkrahúsa, án tillits til efna- Gunnlaugur Claessen. hags. Er hér um að ræða slysa- tryggingar, sjúkratryggingar, elli- og örorkubætur og atvinnu- leysistryggingar. Telja kunnug- ir, að öll sé löggjöf þessi ágæt- lega af bendi leyst. 1 árslok 1940 bafa enn verið byggð sjúkrahús og bætt við sjúkrarúmum. St. Jósefssystur liafa byggt mikla viðbót við hinn gamla St. Jósefsspítala í Reykjavík, vandaða byggingu, búna nýtizku tækjum, og enn- fremur hefir sama félag byggt vandað sjúkrahús í Hafnarfirði. Þá hefir verið byggt mikið og vandað elliheimili i Reylcjavík; er ]jað ein af mestu byggingum landsins. Er það einkafyrirtæki, og dvelja þar að jafnaði 200 vistmenn. Er elliheimili þetta rekið með þeim fyrirmyndar- brag, að leitun mun á slíku, jafnvel þó miðað sé við önnur lönd. Rúmafjöldi í sjúkrahúsum hér á landi er nú orðinn eins og vel þykir erlendis, og meiri en gerist á Norðurlöndum. Gildir þetta um almenn sjúkrarúm. Að því er tekur til geðveikraspitala eru hér bágar ástæður, erum tæplega hálfdrættingar við það landið, er fæst hefir af geð- •veikrasjúkrahúsum (Noreg). 1 árslok 1939 teljast íbúar landsins 120,269, og hefir lands- mönnum fjölgað um 12,500 sið- an 1930. Við samanburð á dán- artölum annara þjóða sést að dánartölur vorar þola fyllilega samanburð við dánartölur menningarþjóðanna, og stönd- um við þar meira að segja í fremstu röð. Einlcum er ung- barnadauðinn hér lítill, sem jafnan þykir hinn mesti menn- ingarvottur. Vegna hins síminnkandi manndauða hér á landi liina síð- ustu áratugi, hefir meðalæfi Is- lendinga lengst jafnt og þétt. Áratuginn 1850—1860 var með- alæfi karla 31,9 ár, og kvenna 37,9 ár. 1890—1901 eru tölurnar 44,4 og 51,4. 1921—1930 hafa þær hækkað upp í 56,2 og 61,0 fyrir konúr. Á þessu 80 ára tímabili hefir meðalæfi karla aukizt um 24 ár, og kvenna um 23 ár. Þá er enn eitt atriði, sem erf- itt er að fá upplýst, og nokkuð hefir verið deilt um: Hvernig er heilsufar þjóðarinnar saman- borið við heilsufar fyrr á tím- um? Um þetta atriði segir land- læknir i „Skipun heilbrigðis- mála á íslandi“: „Ef heilbrigðin er hinsvegar metin eftir því, hve tið er hverskonar kvillasemi, og þar á meðal minniháttar kvill- ar, svo sem taugaveiklun, melt- ingaróliægð og vanlíðan ýmiss- konar, er gerir nútiðarmönnum svo tíðförult til lækna, verður samanburðurinp erfiðari við liðna tíma, sem látið hafa eftir sig ófullnægjandi gögn um þessi efni. Ekld fær staðizt að hera saman aðsókn að lærðum lækn- um fyrr á tímum og aðsókn að læknum nú, þegar af þeirri á- stæðu, að áður sóttu menn Sigurður Sigurðsson. miklu fremur ráð til skottu- lækna, við öllum minni háttar lasleika, en hinna lærðu lækna, sem langflestir áttu svo ógreið- an aðgang að. Auk þess ræður tízka og tíðarandi miklu um • það, livað menn telja til van- heilinda. Er nútímafólk vafa- laust nákvæmara í þehn efnum en fyrri tíma kynslóðir, og þarf það engan veginn að benda á tíðari kvillasemi, nema síður sé. Ef öll kurl kæmu til grafar, er ekki ólíklegt, að i ljós kæmi að ekki yrði ýkjamikið á munum.“ — En því má bæta við, að þau litlu gögn frá fyrri timum um þessi efni benda ótvirætt til, að taugaveiklun, meltingarsjúk- dómar, húðkvillar, kláði o. s. frv. liafi verið mjög algengir. Guðmundur Hamiesson pró- fessor hefir 'gert stórmerkilegar rannsóknir á hæð Islendinga, og niðurstaðan orðið sú, að Islend- ingar séu hávaxnastir allra Norðurlandaþjóða, eða: 173,0 sm. Norðmenn 171,6, Svíar 171,7 og Danir 169,5 sm. Hér fyrr í greininni hafa ver- ið færðar líkur fyrir auknum viðnómsþrótti þjóðarinnar gegn farsóttum, eins og mislingum og influensu, og það verið talið benda til aukinnar almennrar hreysti. Hvert liggja leiðir. Á þessu stutta yfirliti sést, að mildar hafa framkvæmdir og framfarir á sviði heilbrigðis- mála orðið síðustu áratugina, eða eftir að við fengum að meira eða minna leyti að ráða málvun okkar sjálfir. Býst eg við, að slíkan órangur geti engin þjóð sýnt, á jafn skömmum tíma. En þrátt fyrir þetta dylst ekld, að margt er enn ógert á þessum sviðum, sem vænta iná. Þrátt fyrir það, þó að við eigum mikið af sjúkrahúsum, vantar noklcuð á að i góðu lagi sé. Ak- ureyrarbæ vantar t. d. vandað sjúkrahús, og sömuleiðis vantar hér í höfuðstaðnum bæjar- sjúkrahús. Þá veldur miklum vandræðum skortur sá, sem ver- ið hefir á sjúkrahúsplássi fyrir geðveikt fólk; horfir það til stórvandræða, ef eigi verður hráðlega bætt úr. EIli- og hvíldarheimili, helzt í hverjum landsfjórðungi, þarf að hyggja hið fyrsta, og ættu byggðarlög og ríki að hjálpast að með það átak. Þá minnist eg hér á eitt höf- uðframtíðarmál þessarar þjóð- ar: Heilsuverndarstöðvum hef- ir síðustu árin verið komið á fót á nokkrum stöðum, þar sem þéttbýlt er, en í náinni framtíð verður óhjákvæmilega að búa 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.