Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 80
80
VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐ
Árið 1931 stofnaði Eggert P.
Briem bókaverzlun i Austur-
stræti 1 og rak hana þar til
1936, er hann gerðist forstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins. Keypti
þá hlutafélagið Mímir bóka-
verzlunina og jafnframt bóka-
forlag Guðmundar Gamalíels-
sonar bóksala og rak verzlun-
ina áfram í sömu húsakynnum.
Finnur Einarsson, sem verið
hafði framkvæmdastjóri bóka-
verzlunar Guðmundar Gamalí-
elssonar um skeið, gerðist fram-
kvæmdastjóri h/f Mímis.
Ætlun h/f Mímis var að reka
víðtæka útgáfustarfsemi sam-
hliða bókaverzluninni, enda
höfðu þeir E. P. Briem og Guð-
mundur Gamalíelsson haft
nokkurt samstarf um útgáfu
kennslubóka. En nokkru síðar
var ríkisútgáfa námsbóka kom-
ið á fót, og kippti það fótunum
undan forlagsstarfsemi h/f
Mímis. Þótti eigendum hlutafé-
lagsins ekki henta að reka starf-
semi sina áfram, og varð það úr
að Finnur Einarsso'n keypti
bókaverzlunina frá 1. janúar
1939 og hefir rekið hana síðan
á eigin ábyrgð.
Bókaverzlunin hefir verið á-
gætlega rekið fyrirtæki, smekk-
lega fyrir komið og á hinum
prýðilegasta stað. Hefir hún
notið hinna sömu vinsælda í
Bókaverzlnn
Finiis Einari§§onar.
höndum allra eigendanna, ekki
hvað sízt síðan núverandi eig-
andi tók við rekstri hennar.
Finnur Einarsson hóf þegar
nokkra útgáfustarfsemi á eigin
spýtur. Hann hefir kostað kapps
um að velja aðeins þær bækur
til útgáfu, er menningarauki var
að, og reynt að vanda þær svo
sem mest mátti verða og ger-
legt var, miðað við erfið skil-
yrði. Vegna þess að forlagsstarf-
semin er aukastarf bókaverzl-
‘unarinnar, hefir hann hagað
henni á þann veg, að hún yrði
verzluninni sem mestur vegs-
auki, en lagt minni áherzlu á að
græða á útgáfunni. Fyrir því
hefir hann séð sér fært að stilla
verðinu mjög i hóf. Þóhefirorð-
ið ágæt útkoma á forlaginu, og
er það að þakka því, að smekk-
ur bókamanna er mjög góður
og þessvegna talsverður mark-
aður fyrir vandaðar og vel
skrifaðar bækur í góðum ís-
lenzkum þýðingum.
Meðal forlagsbóka Finns Ein-
arssonar má telja þessar al-
kunnu bækur: „Baráttan gegn
dauðanum“ eftir Paul de Kruif,
í þýðingu læknanna Þórarins
Guðnasonar og Karls Strand,
„Iíleópatra“ eftir Görlitz, í þýð-
ingu Knúts Arngrímssonar,
„Máninn líður“ eftir Steinbeck,
í þýðingu Sigurðar Einarssonar,
„Feigð og fjör“ eftir ítalska
lækninn Majocchi, í þýðingu
Guðbrands próf. Jónssonar,
„Talleyrand“ eftir Duff Cooper
og „Undir gunnfána lífsins“ eft-
ir Milton Silverman, allar í
þýðingu Sigurðar Einarssonar.
I haust ætlar Finnur að gefa
út Ijóðabók eftir þjóðkunnan
mann, sem raunar er kunnari að
öðru meir en ljóðagerð, og vænt-
ir forlagið sín milcils af þeirri
bólc.
Hinsvegar hafði Finnur á-
kveðið að stöðva bókaútgáfu
sína um tíma, að óbreyttum að-
stæðum, sakir þess, að við-
skiptaráð ákvað hámarksverð-
lag á bókum, án þess að skeyta
um tillögur Bóksalafélagsins.
Telur hann að hér liafi verið
gengið lengra en i^sjálfum ófrið-
arlöndunum, til dæmis Eng-
landi, þar sem forleggjarar eru
frjálsir að verðlagi, þótt allt
annað verðlag sé undir eftirliti.
Kveðst hann hafa tekið þessa á-
kvörðun í mótmælaskyni við
ráðstafanir Viðskiptaráðs, en
freistingin til að „brjóta bind-
indið“ og gefa út ofannefnda
bók hafi orðið sér of sterk.
VÁTRYGGINGASKRIFSTÖFA!
SIGFUSAR SIGHVATSSONAR
Líftryggingar
Brunatryggingar
Sjótryggingar
Striðstryggingar
Þjófnaðartryggingar
Abyrgðartryggingar
Lækjargöta 10 B, Reykjavíh
Sími 3171