Vísir - 17.06.1944, Side 97
VlSIR — MÓÐHÁTÍÐARRLAÐ
97
V£LSMIÐJAN JÖTUNN H/F
var stofnsett 9. apríl 1942 af þeim Gísla Halldórssyni, vélfræð-
ingi, Jóhanni Þorlákssyni, vélsmið og Gunnari Guðjónssyni,
skipamiðlara. Var hlutafé upprunalega kr. 250.000,00, en síðar
aukið upp í kr. 450.000,00.
Markmiðið með vélsmiðjunni er að leysa af hendi ýmsar
vandasamar smíðar, svo sem nýsmíðar véla og áhalda og við-
gerðir, sem erfitt hefir verið að fá framkvæmdar hér á landi.
Með þetta fyrir augum hefir vélsmiðjan verið búin ýmsum
hinum fullkomnustu og dýrustu vélum og áhöldum.
I vélsmiðjunni starfa nú nál. 40 manns og skiftist starf-
ræsklan í eftirfarandi deildir:
1) Teiknistofu
2) Líkansmiðju
3) Málmsteypu
4) Eldsmiðju
5) Renniverkstæði
6) Slípiverkstæði
7) Handverkstæði
8) Reynslustöð fyrir hreyfla
9) Bifreiðaverkstæði
10) Vélavöruverzlun.
I vélsmiðjunni hafa þegar verið framkvæmdar f jölda margar
viðgerðir á mótorvélum, svo sem slípun cylindra og ventla,
fræsun tannhjóla, snigla og ^krúfuhjóla, ísteypa í legur o.m.fl.
Vms ný áhöld, vélahlutir og vélar hafa verið smiðuð og eru
í smíðum. Þrjú ný hraðfrystihús hafa verið sett upp — öll af
nýjustu gerð — með loftþrýstingu. Fleiri hús eru í undirbún-
ingi. Verið er að smíða bæði nýja tegund af línuspilum og upp-
hífingarspilum, reykhitara, uppþvottavélar o. m. fl.
Starfræksla verksmiðjunnar hefir aukizt jafnt og þétt síðan
hún hófst, og hefir ekld nærri verið hægt að fullnægja eftir-
spurninni, en skortur faglærðra manna hefir háð eðlilegum
vexti.
Ekki er vafi á, að mörg aðkallandi verkefni bíða Jötuns h/f,
á sviði vélsmíða og vélaviðgerða.
Með aukinni vélanotkun til lands og sjávar er það þjóðar
nauðsyn, að vélsmíðar og vélamenning komist hér á landi á
sem allra hæst stig. Að hjálpa til þess að svo megi verða er
takmarkið með starfsemi vélsmiðjunnar Jötuns h/f.
VELSMIÐJAN JÖTUNN H.F.
REYKJAVÍK
25