Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 98

Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 98
98 VlSIR — þjOðhátíðarblað Þróun náttúruvísinda á Islandi. Ingólfur Dav'iðsson: Grasafræði íslendingar liafa löngum ver- ið meiri söguþjóð heldur en at- hafnamenn á sviði náttúruvís- indanna. 1 sumum fornum rit- um er samt minnst á jurtir, einkum not þeirra til hollustu og lækninga. Frá byrjun 17. ald- ar má nefna rit Jóns Guðmunds- sonar hins lærða, „Um^grös og urtir, sem vaxa á Islandi og þcirra dyggðir og náttúru“. Er þar lýst um 50 jurtategundum. Næsta bókin, sem verulega kveður að í náttúrufræðum, er ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1772. Er þar víða getið um gróður og lýst um 130 tegundum íslenzkra urta. Björn Halldórsson í Sauðlauks- dal, garðyrkjufrömuðurinn al- kunni, ritar um matjurtir og glæddi áhuga landa sinna fyrir gróðrinum, — líkt og Eggert i kvæðum sínum og ritum. — I ritum Sveins Pálssonar er einn- ig fróðleik að finna um jurta- gróður og haún mun hafa safn- að jurtum um skeið. — Á fyrri hluta 19. aldar og fram undir 1880 var allmikið rannsakað gróðurfar á Islandi, af erlend- um mönnum fyrst og fremst. Mætti nefna þetta útlendinga- tímabil í íslenzkri grasafræði. Chr. Grönlund- skrifaði rit um íslenzkar jurtir og lýsir þar um 357 tegundum árið 1881. Áður — 1830 — liafði Oddur læknir Hjaltalín þýtt grasafræði danska á íslenzku, sem Bók- menntafélagið gaf út. Þrátt fyr- ir þetta var þekkingin á gróðri landsins mjög í molum og ó- fullkomin, og eiginlega var að- eins um byrjunarathuganir að ræða. — En á síðasta fimmt- ungi 19. aldar verður gagnger brcyting. Þá koma fram á sjón- arsviðið þrír íslendingar, sem með brennandi áhuga og dug leggja stund á gróðurrannsókn- ir víða um land, stórauka þekk- inguna á gróðurfari landsins og hefja vakningu í grasafræðileg- um efnum. Þessir menn voru þeir Helgi Jónsson, Ólafur Da- víðsson og StefánStefánsson,all- ir þjóðkunnir. Um svipað leyti er Náttúrufræðifélagið stofnað af Hafnarstúdentum 1887, eftir tillögum Björns Bjarnarsonar og með ötulum stuðningi Stef- áns Stefánssonar. Flestir stofn- endur fluttu hrátt lieim til Is- lands og var svo árið 1889 stofn- að í Reykjavík „íslenzkt nátt- úrufræðifélag“, fyrir forgöngu Stefáns Stefánssonar. Hefir fé- lagið starfað síðan, komið upp álitlegu náttúrugripasafni og á ýmsan hátt verið lyftistöng ís- lenzkra náttúrufræðirannsókna. Með starfsemi félagsins og þre- menninganna má með sanni segja að vori i íslenzkum nátt- úrufræðum. Á árunum 1888—1900 ferðað- ist Stefán Stefánsson víða um land og rannsakaði gróðurinn flest sumrin, en á vetrum kenndi hann og vakti óvenju- Stefán Stefánsson. legan áhuga hjá nemendum sín- um fyrir íslenzkri grasafræði. Voru áhrif hans mikil og tví- þætt;- hann rannsakaði sjálfur og kenndi öðrum að rannsaka. Árið 1901 kom út höfuðrit Stef- áns, „Flóra lslands“, sem telja verður öndvegisrit í íslenzkri grasafræði. Með henni hefii* Stefán únnið brautryðjanda- starf, og má segja að bókin sé og hafi verið fjölmörgum lykill að gróðurríki landsins. Flóra var gefin út í annað sinn 1924, og nú er þriðja útgáfa í undir- búningi. — Þá cr starf Ólafs Davíðsson- ar í íslenzkri grasafræði mjög mikilsvert. Safnaði hann mjög miklu á árunum 1897—1903, einkum í Eyjafirði, Skagafirði og Grímsey, en einnig nokkuð á Suðurlandi og í Árnessýslu. Nákyæmastar eru rannsóknir hans í Hörgárdal og Fljótum og hann fann þar furðulega marg- ar tegundir. Sýnir það vel, að Ólafur Davíðsson. margt muni ennþá eiga eftir að koma í ljós við nákvæmar rann- sóknir á gróðurfari landsins. Ól- afur safnaði ekki aðeins hlóm- jurtum, heldur einnig mjög miklu af lággróðri — mosum, skófum og sveppum. Fann hann margt af lágplöntum áður ó- þekktum hér á landi og nokkrar voru nýjar fyrir vísindin. Var mikil samvinna með þeim Ólafi og Stefáni, en lítið ritaði Ólafur um rannsóknir sínar. Þriðji grasafræðingurinn um J)etta leyti var Helgi Jónsson. Ferðaðist hann víða til grasa- fræðirannsókna á árunum 1893 —1918, safnaði jurtum og hefir ritað mikið um grasafræði- leg efni, hæði á íslenzku og í erlend tímarit. Má nefna rit- gerðir um gróður á Austurlandi, Suðurlandi og Snæfellsnesi, gróðursögu hraunanna, kennslu- bókina „Bygging og líf plantna“ og margt fleira. Var bókin not- uð við kennslu sumstaðar, líkt og bók Stefáns, „Plönturnar", sem nú um langt skeið hefir ver- ið kennd í flestum skólum Hefir Helgi mjög aukið þekk- ingu manna á útbreiðslu æðri jurtategunda. lielgi rannsakaðl Helgi Jónsson. einnig þörunga mjög mikið og hlaut doklorsnafnbót við Hafn- arháskóla 1908 fyrir ritgerð um þaragróðurinn við strendur Is- lands. Ritgerðin kom út í „Bot- any of Iceland“ og er grundvall- arrit í sinni grein og hið fróð- legasta. Á vetrum stundaði Helgi kennslu og vakti mjög á- huga nemenda fyrir fræðigrein sinni, líkt og Stefán Stefánsson. Allir þessir þrír menn komu sér upp miklum grasasöfnum, sem varðveitt eru í Náttúru- gripasafninu og á grasasafninu í Kaupmannaliöfn. Sem fjórða manninn á þess- um vakningatíma grasafræð- •Ingólfur Davíðsson. innar á síðasta fimmtungi 19. aldar og fram um aldamótín má nefna Þorvald Thoroddsen. * Hann safnaði jurtum á ferðum sínum um landið, einkum til fjalla og heiða og skrifar all- mikið um gróður á Islandi í Is- landslýsingu sinni og víðar. — Steindór Steindórsson. Nú cru allir þessir menn fallnir í valinn, en ný kynslóð heldur á- fram starfi þeirra. Af núverandi grasafræðingum má helzt nefna Baldur Jolmsen, Helga Jónas- son, Ingimar Óskarsson, Ingólf Davíðsson og Steindór Stein- dórsson. Vinna þeir allir að grasafræðirannsóknum á suinr- um. Hefir árangur rannsókn- anna einkum verið birtur í rit- um Vísindafélags Islcndinga, Náttúrufræðingnum, skýrslum Náttúrugripasafnsins og „Bota- nik Tidskrift“ í Höfn. Ennfrem- ur vinna ýmsir fleiri að grasa- fræðirannsóknum að meira eða minna leyti. Hefir mikið áunn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.