Vísir - 17.06.1944, Síða 110

Vísir - 17.06.1944, Síða 110
110 VlSIR — ÞJÓÐHÁTlÐARBLAÐ GARÐYRKJA Á ÍSLANDI Frá garðyrkjusýningunni 1938. Eftir RAGNAR Frá fyrstu tið Islands byggð- ar hafa grös verið nytjuð hér til manneldis. En um margra alda skeið munu það þó mest- megnis hafa vérið hinar inn- lendu villtu jurtir, sem nytjað- ar voru frekar en að þær væru ræktaðar í görðum. Þó heyrist getið um garða í fornum sög- um, en lítt er vitað um hverjar tegundir þar voru ræktaðar, enda þótt þeir séu nefndir bæði „laukagarðar“ og „kálgarðar“, er ekki víst að við þær tegund- ir sé átt, skoðað frá grasafræði- legu sjónarmiði. í Jónsbók hinni fornu, lög- bók Magnúsar konungs laga- bætis handa Islendingum, stend- ur svo í 11. grein Þjófabálks: „Ef maður gengur í eplagarð manns eður hvannagarð, eður næpnareit og allt það aldin, er menn hirða og hegna (girða) með görðum og gæzlum, þó að vötn falli um, og vill sá eigi lofa er á, tvígildi þeim skaða er átti, og 2 aura í þokkabót“. Um eplagarðinn er það að að segja, að vafalaust er það nafn þýtt úr norskum lögum — þar sem eplatré þreifst í hlýrri landshlutunum, en hvannagarð- ar hafa þó vafalaust verið til hér á landi, því fljótt hafa menn tekið eftir þvi, hér eins og ann- arsstaðar, að jurtir þrifust bezt þar, scm land var friðað, á þær borið og um þær hirt. Svo að snemma hafa hyggnir menn far- ið að stunda garðrækt hér, enda þótt garðjurtir væru fáar og flestar víst innlendar. Mikill fjöldi hinna innlendu ÁSGEIRSSON. tegunda var nytjaður og tekinn beint úr skauti jarðar, án þess að um beina ræktun væri að ræða. Ein hin gagnmerkasta af þeim plöntum eru án efa Fjalla- grösin, sem var dagleg fæða al- mennings í landinu — að heita má fram yfir miðja síðustu öld. Margar aðrar jurtir voru til mikilla nota, t. d. hvönnin, heimulan og skarfakálið — að ógleymdum sölvunum, sem voru góð hlunnindi þeirra jarða, er að sjó liggja. Auk þeirra jurta, sem beinlínis voru notað- ar til matar, notaði landsl'ólkið rhargar aðrar á annan hátt, svo sem til krydds, til drykkjar, lit- unar o. fl. Og ekki má gleyma þeim jurtum, sem notaðar voru til lækninga, en þær voru margar og merkar og héldu sumar gildi sínu þangað til efna- fræðingum tókst að framleiða þau efnasamhönd, sem í plönt- unum voru, á kemiskan hátt. Nytjar þær, sem þjóðin hafði af jurtum, voru því miklar og margvíslegar, enda þótt eiginleg garðyrkja væri ekki á háu stigi. Svo, snemma á 18. öldinni, fer breyting að koma á, eftir langa kyrstöðu miðaldanna. Ungir námsmenn, er leituðu til annarra landa, sjá hve mikil not framandi þjóðir höfðu af rsékt- un jurta í görðum og átta sig á því, hve langt Islendingar voru á eftir frændþjóðum sín- um í garðyrkjukunnáttu. Þeir hefjast handa, er þeir koma heim til ættjarðarinnar aftur, um að auka þekkingu landa sinna á þessari grein landbún- aðarins og verður flestum nokkuð ágengt — þó hægt fari að vísu, því landinn er - sein- látur og hægfara. Nöfn Eggerts Ölafssonar og síra Björns Halldórssonar, mágs hans í Sauðlauksdal, og Ólafs Ölavíusar, bera þar hæst, enda þótt brautryðjendurnir væru margir fleiri og starf þeirra nái fram á byrjun þeirr- ar aldar, sem við nú Jifum á. En sem dæmi um hve þróunin oft var hægfara má geta þess, að fyrsta uppskera kartaflna úr íslenzkri mold fékk síraÍBjörn í Sauðlauksdal um haustið 17fi0 — en það líða margir tugir ára áður en hægt er að telja kart- öflurækt almenna í landinu — og sumstaðar nieira cn öld. En þannig þokar garðrækt- inni áfram, smátt og smátt, fram undir og fram yfir hið mikla merkisár í sögu þjóðar- innar, 1874, er j)jóðin hafði byggt jíetta norðlæga, hrjóstr- uga og oft kalda land í þúsund ár. Að vísu hafði stundum dreg- ið úr garðræktinni með köflum, j>egar harðindi höfðu gengið yf- ir, einkum norðan • og austan lands. En þá er eins og rofi til, á mörgum sviðum, er meira frelsi var fengið til orðs og at- hafna en þjóðin hafði búið við áður. Þetta kemur einnig fram í garðræktinni. Af þeim mönnum, sem mestu afreka um framfarir í garðrækt hér fyrir aldamótin síðustu, ber mest á hinum danska landlækni, Schierbeck, er vann hér mikið og óeigingjarnt starf á þessu sviði, í hjáverkum frá embætt- isstörfum sínum. Enda ])ótt hann dveldi hér á landi aðeins 11 ar, fékk hann miklu áorkað. Hann hafði lagt stund á garð- yrkju í æsku, áður en hann sett- ist á skólabekk til náms og er hann leom hér 1883, byggði hann sér mikið og vandáð hús og afgirti stóran garð í kring- um ])að, og í j)essum garði eyddi hann öllum tómstundum. Er ])etta hinn svonefndi bæjarfó- getagarður við horn Aðalstrætis og Kirkjustrætis í Reykjavík. Schierbeck landlæknir kynnt- ist fljótt öðrum embættismanni, scm hafði einnig mikinn áhuga fyrir garðrækt og framförum í henni. Það var Árni Thorsteins- son landfógeti. Gerði hann einn- ig mikinn og fagran garð, þar sem hann ræktaði bæði nytja- og skrautjurtir, og settu garð- ar lándlæknisins og landfóget- ans svip ó bæinn, og voru jæss- ir tveir embættismenn fyrir- myndarmenn, sem margir breyttu eftir. 1 sameiningu voru ])essir tveir embættismenn aðal- hvatamenn Hins ísl. garðyrkju- félags, er var stofnað 1885 — tveim ármn eftir að Schierbeck kom til landsins. Var hann for- seti þess frá byrjun og til þess, er hann fór alfarinn héðan, Gróðurhús hafa verið reist víðsvegar úm landið þar sem jarðhiti er, en jarðhitinn skapar óhemju mikla möguleika fyrir ræktun í gróðurhúsum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.