Vísir - 17.06.1944, Page 118

Vísir - 17.06.1944, Page 118
118 VlSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ HARALDUR ARNASON Vorið 1909 stofnuðu G. Gísla- son & Hay verzlun, sem „Dags- brún“ nefndist, neðarlega á Hverfisgötu. Forstöðu þessarar verzlunar hafði Haraldur Árna- son, sem þá hafði 2 % ár um tvítugt og var nýkominn heim frá Englandi eftir 3% árs dvöl við verzlunarnám. Hann hafði gert rekstur vefnaðarvöru- og fatnaðarverzlana að sérgrein sinni. „Dagsbrún“ bar þess merki, að kunnáttumaður sat þar við stýrið. Þarna var smekk- legra vöruval en menn höfðu vanizt áður og þóttu gluggar og búð bæjarprýði. Stóð verzlun þessi skamma tíma eftir að Har- aldur fór þaðan. Hinn 1. jan. 1912 réðist Har- aldur verzlunarstjóri til Th. Thorsteinsson, sem þá rak tvær verzlanir í Hafnarstræti. Veitti hann þessum verzlunum for- stöðu, og 1914 voru þær fluttar báðar á sama stað í stórhýsið, sem stóð þar sem nú stendur Austurstræti 14. En 25. apríl 1915 brann húsið til kaldra kola og allt, sem í því var. Eigi að síður tókst að opna verzlunina eftir hálfan mánuð í húsi Gunn- ars Þorbjarnarsonar í Hafnar- stræti, þar sem önnur deildin hafði verið áður, og má ætla, að þar hafi verið skjót hand- tök að koma öllu á fót svo hráð- lega aftur. Th. Tliorsteinsson var maður stórhuga, og vildi hann annað- hvort eiga fremstu verzlun bæj- arins í þessari grein eða hætta rekstri að öðrum kosti. Keypti hann í því skyni húsgrunninn Austurstræti 14, en þegar hann afréð að hætta verzlunarrekstri, seldi hann grunninn aftur. Har- aldi bauð liann verzlunina til sölu og hjálpaði honum á allan hátt við kaupin, og hefir Har- aldur sagt að þá hafi verið því líkara að sonur væri að taka við af föður, en verið væri að selja óviðkomandi manni. Enda fylgdist Th. Th. jafnan með gangi verzlunar Haraldar, eins og hann ætti sjálfur hlut að, og gladdist yfir velgengni nýja eigandans. Kaupin voru gerð í júlí 1915, og yfirtók Haraldur verzlunina 1. september. En mánuði síðar flutti hann í gamla prestaskól- ann, og hófst þá umbreyting þess gamla húss, sem löngu er fræg orðin. Hafði Haraldur hús- ið fyrst á leigu, en keypti það tveim árum síðar. Af lóðinni seldi hann Nýja Bíó nokkru sið- ar skika undir kvikmyndahús, en 1928 tókst honum að festa kaup á Eymundsenshúsinu, svo að hann á nú allt hornið milli Lækjargötu og Austurstrætis, nærri 75 metra með báðum göt- um. Þar lætur hann sig dreyma um að byggja fegursta og vand- aðasta verzlunarhús bæjarins. En svo miklar kröfur hefir hann gert til þeirrar breytingar, að hún hefir af ýmsum ástæðum þurft að bíða betri tíma. En á þyí er enginn vafi, að þar verður virðulegt liús reist, ef hann fær að ráða. En nú víkur sögunni aftur að verzluninni. Haraldur ákvað þegar að leggja áherzlu á góðar og vandaðar vörur, sem af aug- Ijósum ástæðum hlutu að verða dýrar. Þótti sumum það léleg fyndni, þegar hann auglýsti að ódýrast myndi til frambúðar að kaupa dýrar vörur. En reynslan hefir sannað þá staðhæfingu. Síðan hafa menn lært að spara sér mikið fé og grem ju með því að kaupa jafnan hið vandgðasta, sem völ er á. Hann lagði einnig ríka áherzlu á gluggaskreyting- ar og gerðist þá þegar forystu- maður í þeirri grein. Loks tók hann að fara utan tvisvar á ári til innkaupa, til þess að geta jafnan fylgzt sem bezt með nýjungum og tízku. Það varð Harakli snemma ó- metanleg stoð, að hann bar gæfu til að afla sér ágætra starfs* manna. Þau frk, Guðrún Árna- dóttir og Kristján Gestsson byrjuðu að starfa með Haraldi við verzlun Th. Thorsteinsson- ar, og frú Þuríður Kjaran, sem einnig hafði starfað við þá verzlun, lét ekki af störfum, fyrr en í fyrra, þegar hún gift- ist. En það er liaft að orðtaki, að stúlkur fari yfirleitt ekki frá störfum í Haraldarbúð til ann- ars en að gifta sig. Starfsmanna- lán Haraldar kom í góðar þarf- ir, þegar fyrirtækinu var skipt í tvennt um næstsíðustu áramót. Var heildverzlunin skilin frá smáverzluninni, nefnd „Hai’ald- ur Árnason, Heildverzlun li/f“, og gerðist Kristján L. Gestsson forstjóri hennar. En búðin nefndist „Haraldarbúð h/f“, og er Haraldur sjálfur forstjóri hennar, en Árni sonur hans verzlunarstjóri. Páll Kr. Árna- soix er fulltrúi beggja fyrirtækj- anna. Allir eru þeir jafnfi’amt hluthafar, auk 4 manna, sem byrjuðu í sendifei’ðum hjá Har- aldi, en hafa nú allir ábyrgðar- störf í fyrirtækjunum, Svein- björn Ái’nason og Sigurður Ja- fetsson í Haraldarbúð, en Sig- urður Halldói’sson og Björgvin Þorbjöi’nsson í heildverzlun- inni. Myndin, sem fylgir þessum línum, er af gamla prestaskól- anum, eins og hann leit út, áð- ur en Haraldur flutli þangað.' Það hús er nú löngu orðið ó- þekkjanlegt, því að á því hafa verið gerðar miklar breytingar. Auk þess liefir Haraldur byggt - mikið við húsið, aðallega inn í portið á bak við það. Þó eru að- glviðir þinir sömp og í gamia húsinu, sem er eitthvert elzta hús bæjarins, byggt 1802. Það er áreiðanlega hægt að fullyrða, að hvergi í heiminum mun jafnmikil verzlun fara , fram í jafnþröngum húsakynn- um. Þetta hefir því aðeins x-eynst mögulegt, að gætt liefir verið hixmar ýtrustu hagsýni og smekkvisi i húsbúnaði og fyrir- komulagi. Það er þessvegna, sem öllum finnast sölubúðir Haraldar furðanlega rúmgóðar að innan, þótt húsið vii'ðist á- kaflega lítið til að sjá. En það er ekki luisið eitt eða smekkleg tilhögun, sem laðar að Haraldai’búð. Haraldi lrefir tek- izt það, sem hann einsetti sér í upphafi, að einbeita sér að sölu hiiina beztu tegunda, sem völ var á. Með því starfi hefir hon- um tekizt að bæta smekk manna og auka skilning þeirra á því, að hið bezta er jafnan ó- dýrast. Það er þessvegna, sem jafnan hefir vei’ið gestkvæmt, og útlit er fyrir að löngum verði gestkvæmt „hjá Haraldi“. Haraldur Ái’nason fluttist 13% árs að aldri til Reykjavík- ur frá Sauðárkróki, með móður sinni, frú Kristínu Björnsdóttur Simonarson og stjúpföður siii- nm, Birni Símonarsyni gullsmið. Hann réðst þá strax til sendi- ferða hjá Sigfúsi Eymundssyni bóksala og starfaði þar í 3 sum- ur, en var við nám á vetrum. Er honum ljúft að minnast þess, að hann er nú eigandi Eymund- senshússins og hefir einkaskrif- stofu þar, sem áður var dag- stofa frú Eymundsen. Meðan hann var hjá Eymundsen, vann lxann um skeið 2 tíma á dag hjá Ludvig Hansen, umboðsmanni Braunsverzlunar. Þar hlaut hann sín fyrstu kynni af vefn- aðarvörum. En í 3 missei'i á ár- unum 1904—5 var hann læi’- lingur í klæðaverksmiðjunni Ið- unni. Þar fékk hann á einfaldan og hagkvæman hátt mjög stað- góða vöruþekkingu, enda hafði Iiann lært á allar vélar verlt- smiðjunnar, nema spunavél, þegar hann varð að hætta vef- aranámi söluxm vanheilsu. En það varð aftur oi’sök þess, að hann snerí sér fyrir alvöru að enskunámi og sigldi til Eng- lands 1905, til að Ijúka undir- búningi undir ævistarf, sem orð- ið er mikið og margþætt, þótt hann sé enaþá á bezta aldri. Gamli prestaskólinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.