Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 125
VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTlÐ ARBLAÐ
125
i
i
'i
sem lauk prófi í prentmynda-
gerð hér á landi. Hann var fyrsti
nemandi Ólafs Hvanndals
prentmyndameistara.
Prentmyndagerð Leifturs hef-
ir nóg að starfa og oft meira en
hægt er yfir að komast, því að
allt er reynt að vanda, en saman
geta ekki farið hraði og Vand-
virkni nema að litlu leyti. Þetta
verða þeir að muna, sem kunna
að gerast óþolinmóðir af því að
pantanir þeirra eru ekki af-
greiddar í snatri.
Bókaforlagið.
Dtgáfustarfsemin er orðin
amiar veigamesti þáttur fyrir-
tækisins, enda er bókaútgáfa
Leif turs með athafnamestu for-
lögum landsins. Flestir kannast
við veigamestu bækur Leifturs,
til dæmis Alþingishátíðarbók-
ina með öllum hennar myndum,
„Sígræn sólarlönd“, eftir Björg-
úlf lækni Ólafsson, hið hehns-
fræga bókmenntaafrek eftir
Mereskovsld, „Þú hefir sigrað,
Galílei“, í þýðingu Björgúlfs Ól-
afssonar, „Ævintýri Lawrence i
Arabíu“, „Árbækur Reykjavik-
ur“, eftir Jón Helgason biskup,
„Katrínu miklu“, eftir Ginu
Kaus og „Hundrað beztu ljóð á
íslenzka tungu“. En hitt rnuna
fæstir aðrir en yngstu lesend-
urnir, að Leiftur hefir lagt
mikla áherzlu á útgáfu hentugra
barnabóka og ævintýra. Meðal
þeirra má nefna Grinnns ævin-
týri í 5 heftum, sem orðið hafa
mjög vinsæl. Þá má nefna
„Blómálfabókina“, „Búra
bragðaref", „Dæmisögur Esóps“
í 2 bindum, „Hans og Grétu“,
Kónginn í Gullá“, „Legg og
skel“, „Mjallhvít“, „Rauðhettu“,
„Þyrnirósu“, „öskubusku“, að
ógleymdum „Hróa hetti“, „Nas-
reddin“ og hinum vinsælu Tarz-
an-bókum. Af kemislubókum
hefir Leiftur meðal annars gefið
út hina myndarlegu Mannkyns-
sögu Ólafs Hanssonar og Mat-
Ljósmyndavélin.
Myndin kopíeruð á zink.
Neðst, t. v.: Dr bókasölunni. — Neðst, t. h.: Dr vélasalnum.
reiðslubók Helgu Thorlacius.
Hér er þó aðeins drepið á hið
helzta, því að alls hefir forlagið
gefið út á annað hundrað bækur
frá byrjun, og er langt frá því,
að hér skuh látið staðar numið,
því að mörg stórvirki eru í und-
irbúningi.
Meðal bóka þeirra, sem út
koma á næstuiini, má nefna Rit-
safn Einars H. Kvaran, sem
Jakob Jóh. Smári sér um. Verð-
ur það í sex bindum. Þá verður
^úrval íslenzkra þjóðsagna, sem
dr. Einar Ólafur Sveinsson liefir
valið. Verður sú bók prýdd um
100 myndum eftir fremstu lista-
menn þjóðarinnar, Ásgrím Jóns-
son, Kjarval, Guðm. Thorsteins-
son, Eggert Laxdal og fleiri. Sú
bók verður 5—600 bls. í stóru
broti.
Þá ætlar Leiftur að gefa út
Hallgrímsljóð, úrval Freysteins
Gunnarssonar úr sálmum og
kvæðum Hallgríms Péturssonar
og hina miklu bók Mereskovski
um Leonardo da Vinci, málar-
ann, myndhöggvarann, náttúru-
fræðinginn og uppfinninga-
manninn mikla. Verður sú bók
prýdd myndum eftir Leonardo,
4—500 bls. að stærð. Björgúlfur
ólafsson hefir gert þýðinguna.
Bóksala.
Þá má geta þess, að Leiftur
hefir fyrir nokkru hafið bók-
sölu í húsakynnum sínum,
Tryggvagötu 28, efstu hæð. Þótt
þessi starfsemi sé enn á byrjun-
arstigi, kennir þar hins sama
myndarskapar og i öðrum at-
höfnum firmans. Áherzla er
lögð á verðmætar og góðar
bækur útlendar, einkum heims-
fræg skáldverkogalgildar heim-
ildarbækur, aðallega orðabæk-
ur. Hefir Leiftur þegar selt mik-
ið af bókum, þótt verzlunin sé
afskekkt, því að þangað leita
þeir, sem þekkja og vita, að þar
er margar góðar bækur að fá.
82