Morgunblaðið - 13.03.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 13.03.1999, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ákveðið að stöðva lyftuna Fyrstu farfuglarn- ir komnir FYRSTU farfuglar ársins hafa sést á suðausturhorni landsins. Það voru þrír sílamávar sem sáust við Höfn á Hornafirði í vik- unni en sflamávurinn er jafnan fyrstur farfugla á vorin. Þá hefur álftum farið fjölgandi á Nesjum við Hornafjörð, sem bendir til að þær séu byijaðar að koma erlendis frá. Þá hafa þrjár duggendur sést við Höfn og einn rauðhöfði en þessar andategund- ir koma oftast í byrjun apríl. ÁKVEÐIÐ hefur verið að stöðva rekstur stólalyftunnar í Skálafelli í kjölfar óhappa sem þar hafa orðið. Bláfjallanefnd og Vinnueftirlit ríkis- ins funduðu um málið í gær og ákváðu í samráði við Iþrótta- og tómstundaráð að stöðva rekstur lyftunnar tímabundið meðan unnið yrði að skoðun málsins og lagfær- ingum. Akveðið hefur verið að taka til gagngerrar endurskoðunar þætti er varða aðstæður, umhverfl, búnað og vinnuferli við stólalyftuna. Starfs- menn ÍTR, Bláfjallanefndar og Vinnueftirlitsins munu vinna að skoðun málsins næstu daga. Að lok- inni skoðuninni og að fengnum upp- lýsingum frá framleiðendum lyft- unnar verða tillögur til úrbóta, sem mættu koma í veg fyrir að slík atvik endurtækju sig, lagðar fyrir Vinnu- eftirlit ríkisins til skoðunar og ákvörðun tekin um framhald rekst- urs lyftunnar í vetur. Ingvar Sverrisson, formaður Blá- íjallanefndar, sagði að búið hefði verið að fara í eins miklar úrbætur og endurskoðun á lyftunni og talið var mögulegt. „Við tókum hins veg- ar ákvörðun um loka lyftunni á meðan farið yrði gaumgæfilega yfir alla lyftuna til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi. Þetta er gert í samvinnu við fulltrúa Vinnueftirlits- ins. Lyftunni verður lokað þangað til við komumst að niðurstöðu ásamt Vinnueftirlitinu. Ég vonast til að það þurfi ekki að vera nema nokkra daga,“ sagði Ingvar. Bláfjallanefnd telur að hægt sé að ganga vel frá þessum málum með því að gera ákveðnar lagfæringar á endastöð lyftunnar og ýmislegt ann- að. Fleiri óhöpp hafa komið upp í Skálafelli en greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýlega barst íþrótta- og tómstundaráði bréf frá Ingunni Hauksdóttur þar sem hún greinir frá óskemmtilegii reynslu sem hún varð fyrir um síðustu helgi þegar hún festist í skíðalyftu í Skálafellú Þegar hún ætlaði að renna sér ft'á stólnum festist úlpa hennar í honum og féll hún til jarðar. Hún lenti á skíðunum og slapp án meiðsla. Yfir- maður á Skálafellssvæðinu tjáði henni að þessi atburður væri ekkert einsdæmi. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson Helmingaskipti í skaf- miðadeilu svila DÓMARI við Héraðsdóm Reykja- víkur batt enda á skafmiðadeilu tveggja svila í gær með dómsupp- kvaðningu þess efnis að annar svil- anna ætti að greiða hinum helming- inn af andvirði bifreiðavinnings, sem kom upp á skafmiða í gos- drykkjakippu, sem keypt hafi verið sameiginlega fyrir veislu þeirra vegna fertugsafmælis beggja á síð- asta ári. Bifreiðavinningurinn, að verð- mæti 1.565 þúsund krónur kom upp á skafmiða dóttur annars svilanna daginn fyrir afmælisveisluna. Seldi hann bifreiðina og keypti aðra ódýr- ari og lagði mismuninn inn á sinn reikning. Hann neitaði að skipta vinningnum jafnt á milli sín og hins svilans á þeim forsendum að skaf- miðinn hefði verið gefinn dóttur hans skilmálalaust. Hefði hún ein því verið eigandi skafmiðans og heimild hennar til bifreiðarinnar verið klár og skýlaus. Svilinn sem ekki vildi una þessum málalyktum byggði kröfu sína fyrir dómi á því að öll innkaup til afmæl- isveislunnar hefðu verið sameigin- leg. Þannig hefðu svilarnir orðið eigendur að öllum aðföngum í jöfn- um hlutföllum. Það hefði m.a. verið tilgangur þess að halda afmælis- veisluna sameiginlega, þ.e. að deila kostnaði við hana. Stefnandi hefði því einnig orðið eigandi að vinnings- miðanum. í niðurstöðu dómsins kom fram að stefnda hefði ekki tekist að sanna að stefnandi hefði afhent dóttur stefnda skafmiðann til eignar eða að atvik hefðu að öðru leyti ver- ið með þeim hætti að líta mætti svo á að hún hefði eignast miðann. Stefndi var því dæmdur til að greiða stefnanda 782 þúsund krónur auk 150 þúsund króna í málskostn- að. Atlanta á lista yfir 500 framsæknustu fyrirtækin í Evrópu „Viðurkenning fyrir starfs- fólk okkar“ Edinborg, Morgunblaðið. ÞÓRA Guðmundsdóttir, sem á og rekur Flugfélagið Atlanta ásamt manni sínum Ai'ngrími Jóhannssyni, tók í gær við viðurkenningu fyiúr að vera frumkvöðull ársins meðal kvenna í Evrópu, á heiðurssamkomu sem haldin var á lokakvöldi árlegrar ráðstefnu Europes 500 þar sem helstu frumkvöðlar Evrópu í at- vinnulífinu koma saman og haldin er í Edinborg í Skotlandi. Atlanta er nú í annað skipti á lista yfir 500 framsæknustu fyrirtæki í Evrópu. Fyrir ári lenti fyrirtækið í 29. sæti listans en hefur nú færst upp í það 20. Þóra og Arngrímur sögðu í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins að þessi viðurkenning væri hvatning fyrir þau að gera enn betur á þessu ári og í framtíðinni. „Verðlaunin eru einnig og ekki síst viðurkenning fyr- ir starfsfólkið okkar og starf þess í fyrirtækinu," sögðu þau Þóra og Arngrímur. „Við störfum í þessu evrópska umhverfi og erum mjög glöð yfir því að vera á meðal þessara fyrirtækja á listanum sem flest hafa gengið í gegnum það sama og við, hafa rekist á sömu vandamálin við uppbyggingu fyrirtækis síns.“ Raðað er á listann úr milljónum fyrii'tækja úr allri Evrópu þar sem tekið er tillit til starfsmannaaukn- ingar og veltuaukningar. Hjá Atl- anta vinna nú um eitt þúsund starfs- menn um allan heim og þar af eru um 40 til 50% íslensk. Alls eru sjö íslensk fyrirtæki á lista Europes 500 í ár og tóku for- svarsmenn þem-a, sem mættir voru, við verðlaununum á heiðurssamkom- unni í gær. Hin fyrirtækin eru Tölvumyndir, sem lenti í 11. sæti sé tekið mið af hlutfallslegri veltuaukn- ingu á tímabilinu frá 1992-1997 en veltan hafði aukist um 6.728%. Einnig eru á listanum 10-11, NTC, sem rekur nokkrar tískuverslanir i Reykjavík, Tæknival, Nóatún og Össur sem nú er á listanum þriðja árið í röð. Efsta fyrirtækið á listan- um í ár er breska bílavarahlutafyrir- tækið The Finelist Group og í öðru sæti er pizzufyrirtækið Teiepizza, sem í dag ræður yfir 37% af skyndi- bitamarkaðnum á Spáni en fyrirtæk- ið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun árið 1987 og var tvö síðustu ár í efsta sæti listans. Samkvæmt úttekt Europes 500 hafa fyrirtækin á listanum skapað alls 200 þúsund ný störf á síðustu fimm árum sem er meira en allt til- tækt vinnuafl á íslandi. Arangur íslensku fyrirtækjanna og staða þeirra á listanum vakti mikla athygli á ráðstefnunni í Edin- borg og að sögn Ingólfs Bender, hagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem hefur aðstoðað Europes 500 við röðun á listann lesa menn það út ur þessu að á íslandi blómstri frum- kvöðlamenning. yÉg býst við að nokkuð sé til í því- Á Islandi eru skilyrði fyrh- framsæk- in ung fyi'irtæki nokkuð góð miðað við það sem almennt gerist í Evrópu og þessi árangur ætti að verða öðr- um íslenskum fyrirtækjum hvatning á þessu sviði,“ sagði Ingólfur Bend- er. • ............................... FERMINGARTILBOÐ 4.480.- Verðáður 5.680,- Undur veraldar er safn greina um raunvísindi ætlað almenningi. Níu raunvísinda- menn rita um ýmis undur fræða sinna, allt frá sólum og svartholum til leitar að nálum í heystakki. „ Mikill fengur fyrir alla þá sem vilja fylgjast með í heimi fræða og vísinda." Morgunblaðið H m B I Mál og menning Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Siðumúla 7 • Simi 510 2500 CANTAT3-sæstrengurinn kominn í lag CANTAT3-sæstrengurinn, sem bil- aði 21. febrúar norðan við Færeyj- ar, er nú kominn í lag. Áhöfn kapal- skipsins Sovereign lauk viðgerð í gærmorgun og lét strenginn síga niður á hafsbotn að nýju. í gær voru gerð svokölluð stöðugleikapróf á strengnum. Sovereign kom á bilun- arstaðimi 1. inarz siðastliðinn en vegna óveðurs þurfti skipið að leita vars við Færeyjar og tafði vont veð- ur viðgerðina um u.þ.b. viku. Á rnorgun, laugardag, munu starfsmenn Landssímans og fjar- skiptafyrirtækja í nágrannalöndun- um hefjast handa við að færa milli- landasambönd, sem komið var á varaleið um gervihnetti, aftur yfir á CANTAT. Gera má ráð fyrir smá- vægilegum truflunum, einkum á Internetsambandi við útlönd og á gagnaflutningslínum, meðan á flutningnum stendur. Tímasetning- in er þó valin með það fyrir augum að sem fæstir verði fyrir óþægind- um. Morgunblaðiö/Örn Jdnsson CANTAT3-sæstrengurinn hífður uin borð í CS Sovereign. Strengur- inn náðist upp með krækjunni lengst til vinstri og liggur enn í krækjunni (gildasti strengurinn, með hvítum skáröndum).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.