Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 32

Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 32
32 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ I ___________________________________________ERLENT_______________________ Forystumenn þýzks viðskiptalífs ánægðir með mannaskiptin í fjármálaráðuneytinu Gera sér vonir um breyt- ingar á efnahagsstefnunni Talsmenn SPD reyna að slá á slíkar vonir Bonn. Reuters. TALSMENN þýzks viðskiptalífs tóku fréttinni af afsögn Oskars Lafontaines almennt fagnandi, og sögðust í gær vonast til að með því mætti gera ráð fyrir breyttum áherzlum í efnahagsstefnu Schröder-stjórnarinnar. Gerhard Schröder kanzlari sagði hins vegar á blaðamannafundi í gær, að þótt Lafontaine hefði yíirgefið stjórnina yrði hún óbreytt að öðru leyti og hún hygðist sitja út allt fjög- urra ára kjörtímabilið, sem eins og kunnugt er hófst iyiir aðeins fimm mánuðum tæpum. Peter Struck, þingflokksformaður SPD, sagði ráðhen-askiptin í fjár- málaráðuneytinu ekki munu hafa neina verulega stefnubreytingu í för með sér í efnahagsmálum. „Það væri rangt að reikna með því að mannabreytingarnar færi stjórnina nær atvinnurekendum,“ sagði Struck í sjónvarpsviðtali. „Það er hneykslanlegt hvernig hlakkar í sumum forystumönnum viðskipta- lífsins út af þessu,“ sagði hann. Fyrirtækjarekendur bjartsýnni Hagfræðingar segja hættuna á kreppu í þýzku efnahagslifi hafa minnkað og möguleikar á auknum hagvexti hafa að þeirra mati aukizt eftir afsögn Lafontaines. Þykir sér- fræðingum í þýzku efnahagslífi lík- legt að fyrirtækjarekendur í landinu verði almennt bjartsýnni á betra gengi eftir brotthvarf „rauða Oskars" úr fjármálaráðuneytinu, þar sem honum hafði með „key- nesískri" ríkisafskiptastefnu sinni tekizt að hleypa illu blóði í samskipti ríkisstjórnarinnar við forystumenn hagsmunasamtaka viðskiptalífsins. Onnur þungvæg vandamál standa þó eftir óleyst, sem Schröder-stjórn- in verður að fá aðila vinnumarkaðar- ins í lið með sér til að leysa. Stærst þeirra er hið svokalla „bandalag í þágu atvinnu" (Búndnis fúr Arbeit), sem stjórnin hefur bundið miklar vonir við að megi verða til að minnka atvinnuleysið í landinu. En viðræður um það hafa ekki gengið vel fram að þessu; foi-ystumenn samtaka atvinnurekenda voru komnir upp á kant við stjórnina einkum vegna óánægju þeirra með skattbreytingaáform fjármálaráð- herrans. Vonir standa því til að þessar viðræður gangi betur að Lafontaine gengnum. Það sem viðskiptalífið mun þó horfa mest til er hvort skattalaga- pakkinn, sem Lafontaine gekk frá Reuters WOLFGANG Clement, forsætisráðherra Nordrhein-Westfalen, kemur hér til aukafundar flokksstjórnar SPD í Bonn í gær, þar sem lýst var yfir stuðningi við að Gerhard Schröder tæki við stjórn flokksins. ! við lítinn fógnuð atvinnurekenda og samþykktur var á dögunum í Sam- bandsþinginu, neðri deild þýzka þingsins, verði tekinn til endurskoð- unar fyrst Lafontaine er farinn eða hvort stjórnin muni halda fast við allt sem þar var búið að ákveða. Stefan Schneider, hagfræðingur hjá Paribas í Frankfurt, benti á þetta í samtali við Reuters. Tals- menn stjórnarinnar hafa þó sagt, að skattafrumvörpin verði ekki endur- skoðuð, þau verði borin upp til af- greiðslu í efri deild þingsins, Sam- bandsráðinu, 16. marz eins og búið var að ákveða. Sumir hagfræðingar segja það eitt, að Lafontaine sé ekki lengur við stjórnvölinn í fjármálaráðuneytinu auka tiltrú manna í viðskiptalífinu. „Þetta gæti haft jákvæð áhrif á hag- vöxt,“ hefur Reuters efth- Thomas Meyer, aðalhagfræðingi fjármála- fyrirtækisins Goldman Sachs i Frankfurt. Fyirnefndur Schneider sagðist ekki viss um að hagvöxtur ykist eftir fráhvarf Lafontaines, en að Þýzkaland hefði stigið skref í átt frá efnahagslegri stöðnun. Róttækar umbætur enn nauðsynlegar Holger Schmiedling, sérfræðing- ur í evrópskum viðskiptamálum við L Merrill Lynch-bankann í Lundún- j um, tók undir það sjónarmið að J| brotthvarf Lafontaines væru góðar p fréttir fyrir viðskiptalífíð, en minnti á að Schröder yrði að gjöra svo vel að hrinda í framkvæmd róttækum kerfisumbótum til að afstýra enn al- varlegri efnahagsvandamálum þeg- ar frá líður. „Það má segja að Schröder sé í bílstjórasætinu og hann vill fram- fylgja viðskiptalífsvinsamlegri L stefnu,“ sagði Schmiedling, „en ráð- I ist hann ekki í kerfisumbætur verð- ^ ur hann í miklum vanda staddur eftir ár eða svo.“ Mest aðkallandi kerfisumbæturnar snúa að lækkun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.