Morgunblaðið - 13.03.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.03.1999, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ I ___________________________________________ERLENT_______________________ Forystumenn þýzks viðskiptalífs ánægðir með mannaskiptin í fjármálaráðuneytinu Gera sér vonir um breyt- ingar á efnahagsstefnunni Talsmenn SPD reyna að slá á slíkar vonir Bonn. Reuters. TALSMENN þýzks viðskiptalífs tóku fréttinni af afsögn Oskars Lafontaines almennt fagnandi, og sögðust í gær vonast til að með því mætti gera ráð fyrir breyttum áherzlum í efnahagsstefnu Schröder-stjórnarinnar. Gerhard Schröder kanzlari sagði hins vegar á blaðamannafundi í gær, að þótt Lafontaine hefði yíirgefið stjórnina yrði hún óbreytt að öðru leyti og hún hygðist sitja út allt fjög- urra ára kjörtímabilið, sem eins og kunnugt er hófst iyiir aðeins fimm mánuðum tæpum. Peter Struck, þingflokksformaður SPD, sagði ráðhen-askiptin í fjár- málaráðuneytinu ekki munu hafa neina verulega stefnubreytingu í för með sér í efnahagsmálum. „Það væri rangt að reikna með því að mannabreytingarnar færi stjórnina nær atvinnurekendum,“ sagði Struck í sjónvarpsviðtali. „Það er hneykslanlegt hvernig hlakkar í sumum forystumönnum viðskipta- lífsins út af þessu,“ sagði hann. Fyrirtækjarekendur bjartsýnni Hagfræðingar segja hættuna á kreppu í þýzku efnahagslifi hafa minnkað og möguleikar á auknum hagvexti hafa að þeirra mati aukizt eftir afsögn Lafontaines. Þykir sér- fræðingum í þýzku efnahagslífi lík- legt að fyrirtækjarekendur í landinu verði almennt bjartsýnni á betra gengi eftir brotthvarf „rauða Oskars" úr fjármálaráðuneytinu, þar sem honum hafði með „key- nesískri" ríkisafskiptastefnu sinni tekizt að hleypa illu blóði í samskipti ríkisstjórnarinnar við forystumenn hagsmunasamtaka viðskiptalífsins. Onnur þungvæg vandamál standa þó eftir óleyst, sem Schröder-stjórn- in verður að fá aðila vinnumarkaðar- ins í lið með sér til að leysa. Stærst þeirra er hið svokalla „bandalag í þágu atvinnu" (Búndnis fúr Arbeit), sem stjórnin hefur bundið miklar vonir við að megi verða til að minnka atvinnuleysið í landinu. En viðræður um það hafa ekki gengið vel fram að þessu; foi-ystumenn samtaka atvinnurekenda voru komnir upp á kant við stjórnina einkum vegna óánægju þeirra með skattbreytingaáform fjármálaráð- herrans. Vonir standa því til að þessar viðræður gangi betur að Lafontaine gengnum. Það sem viðskiptalífið mun þó horfa mest til er hvort skattalaga- pakkinn, sem Lafontaine gekk frá Reuters WOLFGANG Clement, forsætisráðherra Nordrhein-Westfalen, kemur hér til aukafundar flokksstjórnar SPD í Bonn í gær, þar sem lýst var yfir stuðningi við að Gerhard Schröder tæki við stjórn flokksins. ! við lítinn fógnuð atvinnurekenda og samþykktur var á dögunum í Sam- bandsþinginu, neðri deild þýzka þingsins, verði tekinn til endurskoð- unar fyrst Lafontaine er farinn eða hvort stjórnin muni halda fast við allt sem þar var búið að ákveða. Stefan Schneider, hagfræðingur hjá Paribas í Frankfurt, benti á þetta í samtali við Reuters. Tals- menn stjórnarinnar hafa þó sagt, að skattafrumvörpin verði ekki endur- skoðuð, þau verði borin upp til af- greiðslu í efri deild þingsins, Sam- bandsráðinu, 16. marz eins og búið var að ákveða. Sumir hagfræðingar segja það eitt, að Lafontaine sé ekki lengur við stjórnvölinn í fjármálaráðuneytinu auka tiltrú manna í viðskiptalífinu. „Þetta gæti haft jákvæð áhrif á hag- vöxt,“ hefur Reuters efth- Thomas Meyer, aðalhagfræðingi fjármála- fyrirtækisins Goldman Sachs i Frankfurt. Fyirnefndur Schneider sagðist ekki viss um að hagvöxtur ykist eftir fráhvarf Lafontaines, en að Þýzkaland hefði stigið skref í átt frá efnahagslegri stöðnun. Róttækar umbætur enn nauðsynlegar Holger Schmiedling, sérfræðing- ur í evrópskum viðskiptamálum við L Merrill Lynch-bankann í Lundún- j um, tók undir það sjónarmið að J| brotthvarf Lafontaines væru góðar p fréttir fyrir viðskiptalífíð, en minnti á að Schröder yrði að gjöra svo vel að hrinda í framkvæmd róttækum kerfisumbótum til að afstýra enn al- varlegri efnahagsvandamálum þeg- ar frá líður. „Það má segja að Schröder sé í bílstjórasætinu og hann vill fram- fylgja viðskiptalífsvinsamlegri L stefnu,“ sagði Schmiedling, „en ráð- I ist hann ekki í kerfisumbætur verð- ^ ur hann í miklum vanda staddur eftir ár eða svo.“ Mest aðkallandi kerfisumbæturnar snúa að lækkun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.