Skírnir - 01.01.1858, Síða 30
FHÉTTIR.
Danmurk.
32
komib er talib Færeyínga á katólska trú. Eptir manntalinu 1855
voru Færeyíngar 8ti5L ab tölu.
Oss mætti vera forvitni á |)vi Íslendíngum, ab vita nokkra grein
á því, hvernig landi |)ví vegnar, er landsmenn vorir fundu fyrr um
daga, og nefndu þab vel, svo menn skyldi fýsa þangab; en þetta
land er nú, sem vér allir vitum, Grænland, sem nú er nýlenda
Dana konúngs. J>ab er skjótt yfir sögu ab fara: konúngr rekr alla
verzlun vib Landsmenn, en þeir eru tómir Skrælíngjar; verzlunin gefr
nú af sér 388,900 rd.; en svo margir eru um ab stjórna verzlun-
inni og 'að kenna Grænlendíngum kristilega og aðra góta siðu,
að allr kostnaðrinn verðr 317,500 rd., eru þá afgangs 71,400 rd.,
er ganga í sjóð alríkisins. En þótt nú svona sé, ab engir þegnar
Dana konúngs leggi jafnmikið fé í fjárkistu rikisins, eptir því sem
tala rennr til, þá fær samt enginn Grænlendíngr að sitja á alríkis-
þíngi. uSitt er að hverjum sonanna minna,” sagði kallinn; eins er
með oss Islendínga og Grænlendíuga: Islendíngum hefir enn verið
fyrirmunað að komast í alríkisskrána og á alríkisþíng, vegna þess -
að sagt er að þeir leggi eigi til almennra ríkisþarfa, og Grænlend-
íngar geta eigi komið til greina, hversu mikið sem þeir leggja í
ríkiskistuna. Hérna um árið var nefnd kosin til að athuga verzlun
og önnur mál Grænlendinga, og gjöra það að álitum, hvort eigi
skyldi losa dálítið um verzlun þeirra, en það þótti nefndarmönnum
ótiltækilegt. Nú skyldi menn þá ætla, að verzlun þessi væri Græn-
lendíngum eigi svo ónotasæl, og að þeir fengi þó að minnsta kosti
nóg rúgbrauð fyrir vörur sínar: gráskinn, selskinn og lýsi, er þeir
eiga slíka nægð af; en það er þó eigi því að heilsa, heldr koma
einatt fréttir þær frá Grænlandi, að Skrælíngjar falli hrönnum húngr-
morða og af næmum landfarsóttum. þetta er mjög skiljanlegt, ef
gætt er að verðlaginu á vörum Grænlendínga; þeir fá 4 rd. fyrir
svo mikið spik og lifr, sem fer í lýsistunnuna, þótt hún sé seld
á 40 rd. í Kaupmannahöfn; 1 rd. fyrir mórauðan melrakkabelg,
þótt hann kosti 14 rd. í Danmörku, eðr meira, og svo fram eptir
götunum. Danskr maðr nokkr, Rink að nafni, hefir ritab ferðabók
um Grænland, og lýsir hann þar landinu og landsháttum. Meðal
annars getr hann um stein nokkurn, er nefndr er „kryolith”, og er
|)ar mikið til af honum. Steinfróðir menn hafa fundið, að hafa