Skírnir - 01.01.1858, Page 48
50
FRÉTTIR.
F.ngland.
eina í |ieirra viískiptum, sögfm því, sem þór forlbum: „komi nú
einhver at fást vife mik, því nú em ek reiftr”; hinn var sá, aí>
þíngmenn hinir sömu höffiu nú verif á þíngum í 5 ár, en þaö eru
lög á Englandi, af> kosib er til 7 ára. Lög þessi setti Georg kon-
úngr hinn fyrsti; en þótt hann þyki jafnan gófr konúngr verib hafa,
þá unna Englar þó eigi þessari skipun hans, heldr þykir þeim þaf)
jafnmikil hneysa, ab þíng þeirra deyi kerlíngardauba, sem Haraldi
konúngi Hilditönn af> verba ellidaubr: svo fúsir eru Englar á breyt-
íngar. þíngif) var nú rofif), sem fyrr er sagt, þaf) var 31. marz,
og kosníngar fóru fram viku sífar. Yoru kjörþíng öll næsta fjöl-
sótt, því allir komust þá á skrif), enda urfiu allir hinir framgjörn-
ustu fyrir kosningum og þeir afrir, er eigi löttu stórræfanna; en
Cobden, sá er verib hafbi oddviti andvígismanna Palmerstons, þorbi
eigi ab bjóba sig fram, og var eigi kosinn; slíkt hib sama var um
marga aÖra nafnfræga menn úr flokki friÖmanna. Er þab mál
manna, ab þíng Engla hafi eigi lengi veriö svo vel skipaÖ mönnum,
fullum ofrkapps og ofrhuga, sem nú er þetta sinn, eins og síÖar
mun raun gefa vitni.
Síöast í apríl var gengib á þíng. A síbasta þíngi sagöi forseti
nebri málstofunnar af sér fyrir elli sakir, hann hét Lefevre. Virtu
þíngmenn hann svo mikils, ab þeir tóku allir ofan, þá er hann
kvaddi þá í málstofunni; en því er þetta tiltökumál, ab þíngmenn
sitja jafnan meb hattinn á höfbinu og taka aldrei ofan, nema þá er
drottníngin sjálf kemr inn, annaÖhvort til ab helga þíngiö ebr segja
því lokiö. Nú var kosinn nýr forseti, hann heitir Denison. þetta
var allt gjört ábr erindi drottníngar var flutt; en þab var 7. maí.
í ræÖu drottníngar er fyrst minnzt á, aÖ Parísarsamníngnum sé
nú ab mestu framgengt orÖiö; deilum Svissa og Prússa sé og þegar
lokiö; fribr sé saminn viö Persa hinn 4. dag marzm.; en eigi sé enn
lokiÖ viöskiptamálum þeirra og Vestrheimsmanna um löndin í mib-
hluta Vestrálfu; eigi sé heldr enn friör á kominn meö þeim og
Kínverjum, en nú hafi drottníng sent þangaÖ fulltrúa sinn, til ab
semja vib þá um allt, sem í hefir skorizt; en gangi eigi saman
gjörbin meÖ þeim, þá hafi hann nóg liö, bæÖi skipakost nægan og
herliö til ab taka, ef í þab færi; þá er og getiÖ um sundtollssamn-
ínginn. SíÖan er þess getiÖ, ab fram verÖi lögÖ áætlun um fjár-