Skírnir - 01.01.1858, Qupperneq 60
62
FRÉTTIlt.
Eit”laml.
sig, en |ió jafnan haft leyfi efcr skipun til þess frá konúngi metj
fyrsta, og því eignab honurn landib; eSr þá, aíi Engla konúngar
hafa unnif) landib frá öbrum þjóbum, ebr fengib þau af) fribarkostum.
Ef mi Englendíngar hafa numib landib, þá eiga þeir fullan rétt á
a& lifa þar undir enskum lögum og landsrétti. þetta er skilib á
þann veg, aij þeir eigi sjálfir vald á ab rétta lög sín efer hafa
löggjafarvald, en konúngr megi rita þeim þingsköp, ebr skipa fyrir,
hversu löggjafarþíngi þeirra skuli hagab. Konúngr skipar þá vana--
lega svo fyrir, ab nokkrir menn, sem hann sjálfr nefnir, skuli vera
landstjóra til rábuneytis um alla lagaskipun { nýlendunni, og styfeja
hann til allra framkvæmda. Konúngr getr nú eigi tekib lögþíng
þetta af, því nýlendumenn eiga rétt á ab hafa lögþíng, og þíng
svona skapafc er hib minnsta, sem þeir geta lieimtab; en vili þeir
nú fá breytt þíngskipun þeirri, sem konúngr hefir gefib þeim, þá
getr konúngr þaö eigi, nema þíng Engla gefi honum leyfi til þess.
En hafi nú konúngr fengib nýlendurnar hjá öbriun jijóbum, ebr
tekib þær herskildi, þá ræbr konúngr þar lögum og lofum. j>ó
er þessu eigi fast fylgt, því bæbi standa í nýlendum þessum hin
fornu lög, er nýlendumenn ábr höfbu, og í annan stab, ef konúngr
gefr nýlendum jiessum stjórnarskipun, þá tekr hann stjórnarskipun
])á eigi aptr, né breytir henni, nema þíng Engla leyfi; og enn,
ef hann hefir gefib þeim fulltrúaþíng, er landsmenn kjósa sjálfir til,
þá er álitib, a?> konúngr skuli eigi framar setja þar sjálfr lög í
landi né leggja á skatta. Menn geta nú skipt öllum nýlendum
Englands í þrjá flokka, eptir því, hversu frjálsa stjórnarskipun
nýlendurnar hafa fengib. Fyrst eru þær, er konúngr hefir alla
löggjöf, en þær eru mjög fáar og flestar mjög litlar; abrar eru
þær, sem fengib hafa stjórnarskrá sína frá Engla konúngi, en eigi
frá jiíngi Englendínga, og hinn þribi flokkrinn er sá, er Englands þíng
hefir gefib konúngi leyfi til ab veita stjórnarbót. Af þessu má rába,
ab konúngr hefir vald á, annabhvort einn, ebr þá meb rábi þíngsins
á Englandi, ab setja nýlendunum stjórnarlög; og þing Englendínga
hefir vald á, ef málib er eitt sinn lagt þar fram, ab breyta stjórn-
lögunum í nýlendunum, ebr aftaka þau meb öllu, ef því svo líkar.
þetta er og náttúrlegt, þvi lögþíng getr jafnan af tekib lög á sama
hátt, er ])ab hefir sett þau. Hefir |)ab eitt sinn komib fram vib