Skírnir - 01.01.1858, Side 121
FHÉTTIR.
123
Bandafylkin*
eigi langt aí) bífea, aí) svo yrbi gjört, ef þeir léti sér eigi segj-
ast. Young var hinn harbasti, og kvað hann alla Mormóna vera
búna og bobna til aS verja land sitt og trú, meban einn maðr stæfei
uppi, en sæi þeir þab fyrir, ab þeir yrfei ofrlibi bornir, þá mundu
þeir brenna upp borg sína og eyba ökrum sínum; en aldrei skyldi
þeir upp gefast og hvorki vildi þeir taka vib hermönnum frá banda-
stjórninni né láta hana skipa sér nokkur lög. Hershöf&ínginn hvarf
frá ab svo gjörfu; en síban var mál þetta rætt á bandaþínginu og
var þar rábinn leiðangr á hendr Mormónum ab sumri komanda, ef
þeir vildi eigi skipast láta meb góbu.
þab er ab segja frá víkíngnum Walker, er herjab hefir á Níkara-
gúu í nokkur ár ab undanförnu, ab hann var tekinn höndum í
sumar af manni þeim, er Davis hét. þá sat Walker i borginni
Jose, þab er höfubborg í Níkaragúu, en landherinn sat um borgina
og þrengdi svo fast ab Walker, ab vib sjálft lá ab landherinn mundi
taka hús á Walker og hans mönnum; en þá kom Davis og tók
hann. þab er sögn manna, ab vinir Walkers hafi sent Davis þessa
erindis til ab frelsa hann; er þab og líklegt, því þá er Walker kom
til Nýju-Jórvíkr, þá var honum þar vel fagnab ; var hann þar nokkra
stund, dró aptr lib saman og fór á móti Níkaragúu enn ab nýju.
En nú gat bandastjórnin eigi lengr leitt hjá sér ránskap þenna,
sendi hún því herskip þangab til ab taka hann og færa sér. þetta
var og gjört; er nú vörbr haldinn á Walker og bíbr hann dóms
síns. Walker hefir aptr á mót stefnt manni þeim, er tók hann,
gagnstefnu um þab, er hann hafi farib á land og tekib sig þar, og
meb því gjört sig sekan ab hervirki vib vinaþjób Bandamanna, og
því sé hann fullt svo sekr sem sjálfr hann. þab er nú svo í orbi
kvebnu, ab bábir fóru meb vopnab lib á land; en sá er munrinn,
ab Walker fór til Nikaragúu til ab leggja laudib undir sig, en hinn
fór þangab til ab höndla víkínginn, er ætlabi ab bæla landib undir
sig. Dómsorbi er eigi enn á lokib; en þab er talib sjálfsagt, ab
Walker verbi dæmdr sekr um ófrib vib vinaþjób Bandamanna, en
hitt er óvíst, hvort hinn sætir nokkurri refsíng ebr gjaldi fyrir
óhöndulega abferb sína.
Buchanan setti bandaþíngib hib fyrsta sinn í marzmánubi. þá
er hann hafbi unnib forsetaeibinn og tjáb sig fúsan til ab fylla allar