Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 17

Skírnir - 01.01.1907, Page 17
Darwinskenning og framþróunarkenning. 17 Þeir ætla að tegundarbreyting verði ekki snögglega, held- ur smátt og smátt. Ný-Lamarckinga greinir á um það hvort meira sé vert 'um þær breytingar sem meðvitund er samfara eða hinar sem verða meðvitundarlaust: Ameríkumaðurinn Cope og þeir sem honum fylgja hafa talið þær breytingar mestu skifta sem meðvitund er samfara; hinir (og þeir eru tieiri) hafa reynt að skýra alt án þess að taka meðvitundina «1 greina. Damvin og hans menn hafa ýmist talið Lamarck bandamann sinn eða andstæðing. Darwin hefir játað, að emstaklingar tækju breytingum fyrir áhrif umhverfisins, 'en hann telur ekki þessar breytingar nægja til að skýra uppruna tegundannn, og gjörir minna úr þeim en náttúru- valinu. Aftur á móti eru sumir Ný-Darwiningar, t. a. m. Weissmann, ákveðnir andstæðingar Lamarcks: Þeim hefir þótt val náttúrunnar á meðfæddum afbrigðum nægja sér til að skýra framþróunina til fulls, og þeir hafa neitað því, að ytri orsakir umbreyttu einstaklingunum á lífsskeiði þeirra. En Ný-Lamarckingar eru á hinn bóginn skiftra skoð- ana um gildi Darwinskenningarinnar; sumir þeirra þykjast geta sameinað kenningar Darwins og Lamarcks, svo er t- d. á Frakklandi um Giard og Le Dantec; aðrir eru and- stæðingar Darwins, t. a. m. Houssay; Giard kallar atriði Darwinskenningarinnar aukaatriði framþróunarinnar; Le Dantec reynir að skýra liffærabreytingar þær er Lamarck talar um, með því að taka til greina náttúruvalið og lífs- baráttuna, ekki að eins meðal einstaklinganna, heldur og meðal ýmsra frumla (sella) í sama líkamanum; Houssay telur ekki lífsbaráttuna og náttúruvalið framþróunar- skilyrði. Hins vegar virðast hvorki Ný-Darwiningar né Ný- Lamarckingar hafa gjört sér glögga grein fyrir því hvort •orsakir þær er tegundabreytingum valda séu ekki frábrugðn- ar hinum, sem aðrar lífsbreytingar stafa af; hvort t. d. ætt- gengi þeirra breytinga sem einstaklingurinn tekur á æfi- 2

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.