Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 18

Skírnir - 01.01.1907, Page 18
18 Darwinskenning og framþróunarkenning. skeiði sínu eigi sér í raun og veru stað (kenning Lamarcks)r en korni þó ekki til greina urn franrleiðslu nýrra tegunda (kenning andstæðinga Lamareks), eða enn, hvort náttúru- valið, þó það leiði af sér ný afbrigði og nýja kynunga (kenning Darwins), sé ekki alls ómáttugt um myndun tegunda (kenning andstæðinga Darwins). B. StöJckbreytingakenningin. — Eftir kenningu hollenzka grasafræðingsins De Vries, koma nýjar tegundir fram við snögga breytingu frá einni kynslóð til hinnar næstu, við stökkbreytingu. Á æfiferli tegundanna væru þá stuttir uinskiftakafiar, byltingatímabil, en á undan þeim og eftir löng tímabil er tegundin héldist óbreytt. Þessi kenning styðst við nokkra reynslu. De Vries hefir fram- leitt með stökkbreytingum nokkrar nýjar plöntutegundir, sem runnar eru af Lamarcks náttljósi (Oenothera Lamarckiana). Er það í fyrsta skifti að visindamanni hefir með tilraunum tekist að fá nýja tegund. Slíkt liöfðu menn aldrei áður séð. Eins og Ný-Lamarckingar gjöra fylgismenn stökk- breytingakenningarinnar ýmist að hafna Darwinskenning- unni alveg, eða að reyna að samlaga kenningu sína Dar- winskenningunni. Sumir vísindamenn halda þvi franr, að nokkrar tegundir að eins myndist við stökkbreytingu, en ekki allar, né jafnvel fiestar. Eftir annara skoðun gæti úrvalið safnað fyrir stökkbr-eytingum i ákveðna átt og valdið þannig nokkru um myndun líffærra tegunda. De Vries játar sjálfur, að trúin á snöggar tegundabreytingar geti verið sainfara trúnni á úrvalið. En á hinn bóginn leiðir stökkbreytingakenningin suma líffræðinga til að hafna með öllu kenningu Darwins. Jafnskiftar verða skoð- anirnar hins vegar, ef vér athugum afstöðu fylgismanna stökkbreytinganna og Ný-ívamarckinga sín á milli: Það má gjöra ráð fyrir að tegundir myndist ávalt við stökk- breytingu; eða þá að þær myndist ýmist við stökkbreyt- ingu eða þannig að líffærabreytingar sem lífskjörin valda gangi að erfðum; eða þá enn að stökkbreytingar verði, þegar slíkar líffærabreytingar liafa safnast fvrir í

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.