Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 21

Skírnir - 01.01.1907, Side 21
Darwinskenning og framþróunarkenning. 21 þeim orðum væru tekin fram atriði sem einnig koma í ljós í viðskiftum ólífrænna líkama við líkamina í kring um þá, og þessi »samlögun«, sem táknar blátt áfram samþýðanleik tveggja fyrirbrigðaflokka, felur alls. ekki í sér þá aðgreiningu meir eða minna gagn- 1 e g r a eiginleika sem náttúruval Darwins er í fólgið. 3. Einstaklingsbreytingar af hendingu. — Einstaklingar sömu tegundar, segir Darwin, eru hver öðrum ólíkir i mörgum og margvíslegum eiginleikum; i þvi er einmitt sérkennileiki þeirra fólginn. Sumir þessir eiginleikar eru einstaklingnum gagnlegir, aðrir eru til ógagns. Sá ein- staklingur sem af hendingu er gæddur gagnlegum eigin- leika helzt við og gefur afkvæmum sínum þennan eigin- leika í arf. Afkvæmin hafa aftur sína sérkennileika; þau sem hafa hinn gagnlega eiginleika á hæstu stigi viðhald- ast; og svona gengur koll af kolli. Það sem í fyrstu var einungis einstaklingseinkenni á lágu stigi, þróast þannig rnjög er tímar líða og verður sameiginlegt fjölda einstak- staklinga, verður tegundareinkenni. En skyldu þá ekki breytingar á eðli og efuum umhverflsins, sem verka á sama hátt á marga einstaklinga í senn, valda svipuðum breytingum á þessum ýmsu einstaklingum? munu andstæð- ingar Darwins svara. Það virðist athugun og reynsla snnna. En hvað er þá annað en að játa, að tegundar- breytingar séu a 1 m e n n a r eins og ytri orsakir þær er þeim valda, að þær séu frá upphafl sameiginlegar, í stað þess a,ð vera að tala um g a g n 1 e g a e i g i n 1 e i k a. e r k o m i a f h e n d i n g u, séu i fyrstu við einstakling bundnir, en verði síðan algengir, er þeir ganga i ættir. Hins vegar mætti ímynda sér að þessar sameiginlegu breyt- ingar yrðu á æflskeiði einstaklingsins; það væri kenning Lamarcks; eða þá að þær yiðu í upphafl einstaklingæfin- ar, um leið og getnaðurinn; og þá væri vikið fiá kenn- ingu Darwins og Lamarcks beggja i senn. 4. Hœgfara og samfeldar breytingar, er verða af því að smábreytingar safnast, fyrir. ■— Eftir kenningu Darwins eru einstaklingsbreytingar þær er náttúruvalinu eru undir-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.