Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 52

Skírnir - 01.01.1907, Page 52
52 Rembrandt. Rembrandt átti enn eftir að tæma þann beiska bikar að sjá son sinn ungan og nýkvongaðan deyja. Það var árið 1668. Sjálfur dó hann þriðjudaginn 8. dag októberm. 1669 og var jarðaður í Westerkerk við hliðina á syni sínum og Hendrickje. III. Þó að Rembrandt hafi fengið mikla viðurkenningu um eitt skeið æfi sinnar, þá höfum vér þó séð, að hann dó fátækur og gleymdur og að heilar aldir liðu áður en mönnum varð ljóst hvílíkur snillingur iiann var. »Ef ein- hver fyrir 100 árum síðan hefði spáð því, að Rembrandt mundi talinn standa Rafael jafnfætis, eða jafnvel taka honum fram, þá mundi spámaðurinn sá hafa verið talinn sjálfsagður að fara á vitfirringaspítala«, segir í einni nýrri listasögu. Og hvað mundu þeir, sem á 18. öldinni voru að fást um að Rembrandt hefði fengið 100 gyllinni (c. 146 kr.) fyrir einn uppdrátt *) (Radering), hafa sagt, ef þeir hefðu vitað, að hundrað árum seinna hefði sama myndin verið seld á 19,800 kr. og annað eintak jafnvel á 21,240 kr.V Sjálfur hefir hann ekki hugsað mikið um virði þeirra; hann dró þessar myndir upp einungis til að æfa sig í list sinni, án þess að hugsa um að græða á þeim frægð eða peninga. Þess vegna er það eftirtektarvert, að einmitt þ æ r héldu nafni hans á lofti og höfðu náð almennri viðurkenningu þegar Gerard de Lairesse í bók sem útkom 1714 (Groote Schilderbock) er að fullvissa fólkið um að málverk Rembrandts séu ekki með öllu einskisvirði! Orsökin til þess, að aldir liðu áður en hann varð heimsfrægur, er fyrst sú, að hann var gagnólíkur öðrum hollenzkum meisturum og að honum varð jafnvel ekki líkt við neinn annan málara i heiminum; því næst, að ímyndunarafl hans var svo ríkt, tilfinningarnar svo persónu- legar, að erfitt varð að skilja hann. En þó að hugsjónir *) Þessi uppdráttur sýnir Krist, sem læknar hina sjúku, og er eunþá kallaður „Hundraðgyllina uppdrátturinn“.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.