Skírnir - 01.01.1907, Page 53
Kembrandt.
53
hans væru háar og fegurðartilfmningin næm, þá skapaði
hann samt myndir, sem eru í fullu samræmi við liinn
verulega heim, og þó að ímyndunaraflið væri mikið, þá
eru þó öll málverk hans í eðli sínu lilutsjónir.
Hann hikar jafnvel ekki við að mála það sem Ijótt
er, ef honum einungis þykir það einkennilegt og áhrifa-
mikið. Þegar hann tekur sér fyrirmynd, er hann ekki að
hugsa um að andlitsdrættirnir séu fallegir, heldur að
svipurinn sé hreinn og að fegurð sálarinnar komi í ljós.
Franskur rithöfundur liefir sagt um hann »að hann
að eins hafi séð fegurð sálarinnar og lýti líkamans« (des
beautés morales et des laideurs physiques).
Hann er skáld, sem yrkir með línum og litum, og'
enginn hefir sem hann kunnað að nota töframagn ljóssins.
Hann leikur sér að því, að láta snöggan sólargeisla falla
inn í náttmyrkrið, eða láta birtuna læðast um og blandast
skugganum.
Það er þessi skifting ljóss og skugga, sem á lista-
málinu er kölluð »clair-obscur« og engum hefir tekist að
sýna eins og Rembrandt.
ÞÓRA FRIÐRIK880N.