Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 61

Skírnir - 01.01.1907, Page 61
Eftir kristnitökuna. 61 -dáðríku 27 Ara lögsögu, heldur sem vel kristinn spekingur. Hann orti drápu um Olaf konung helga, er eflaust hefir lofað kristnistarf og skörungskap konungs, enda kvað sjálfur kristin ljóð fyrstur manna á Islandi annar en Hall- freður vandræðaskáld. Snorri tilfærir 4 vísuorð Skafta, þessi: Máttr es munka dróttins mestr, aflar guð flestu; Kristr skóp ríkr, ok reisti Rúms hall, veröld alla. Ef landsstjórn Islendinga er athuguð frá þessu sjónarmiði, skilja menn vitnisburð Ara urn afrek Skafta. Hitt er og vei skiljanlegt, að fráhvörf frá nýja siðnum og afturhvarf til fornrar venju með ójafnað og vígaferli liafi framan af oftlega fyrir komið. En það, sem fljótast og fastast kem- ur lögun á kristnina sem allsherjarfélag eða kirkju, það var hið f r j á 1 s a og þ j ó ð 1 e g a f y r i r k o m u 1 a g, og þó sér í lagi það, að kennimenn héldu svo víða goðorð- um og goðar urðu prestar. Við þetta uxu annars vegar metorð manna, en hins vegar ábyrgð þeirra; mun skortur kunnáttu og kennimanna mjög hafa aukið áhyggjur margra, er kirkjur reistu eða höfðu í ráði að reisa. En þó er svo að sjá, að kirkjunum hafi snemma fjölgað, og í sumum héruðum Iieflr kirknafjöldinn til þessa dags verið stöðugur vottur þeirrar samkepni, sem drotnað hefir víða í sveitum á fyrstu öldum kristninnar. Eigi er þess getið, að nokk- ur teljandi málaferli yrðu er leið á hina 11. öld, né síðar, og eigi er getið um heiðin blót, sem bönnuð voru, nema leynt færi, enda er þess getið, að bæði sú heiðni og út- burður barna hafl yfirleitt snemma lagst niður. Þó voru kristnir menn eflaust mjög umburðarlyndir við þá sem ungir voru í kristnihaldinu, og ekki eins og Hreðu-Halli, sem fann Valla-Ljóti til saka helgibrot á degi höfuðengils- ins. Arið 1056 settist ísleifur Gizurarson að stóli í Skál- holti. Hann var ágætur maður og góður biskup, en átti mjög í vök að verjast, bæði sakir fjárskorts og þverúðar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.