Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 66

Skírnir - 01.01.1907, Page 66
66 Eftir kristnitiikuna. frelsi og fullræði þjóðarinnar yfirleitt og kirkjunnar sér í lagi! Auðvitað er, að tæplega hefði hin ísienzka kirkja náð þeim framförum, sem liún náði — og um leið öll vor þjóðmenning — hefði páfavaldið staðið kirkjunni nær, eða erkibiskupsstóll komið í Noreg á dögum vorra fyrstu biskupa. En það varð ekki fyr en hálfri annari öld eftir lögtekning kristninnar, og það dugði. Því þótt erkibiskup kæmi rúmum mannsaldri fyr í Danmörk (í Lundi 1104), gerði það frelsi íslands lítinn skaða. Eitt dæmið, er sýnir hvað hin íslenzka forna kirkja þó megnaði, er það hvernig hið mikla ófriðaruppnám sef- aðist á alþingi síðara sumarið er þeir Þorgils og Hafiiði deildu. Hafði hvor um sig dregið að þinginu stóra her- flokka og Þorgils sekur stóð með her manns ógnandi sjálf- um þingstaðnum. Hafði enginn þann liðsafla, að ganga þyrði í milli þeirra, enda hafði alt verið reynt til að sefa Hafliða, sem einn vildi úrslitum ráða. Biskupa naut ekki framar, var Þorlákur Skálholtsbiskup genginn hryggur frá með kennimenn sína og klerka, en biskupslaust var á Hólum. Þá var það, að Ketill prestur frá Möðruvöllum Þorsteinsson, (Eyólfssonar, Guðmundssonar ríka) gekk til búðar Hafliða og sagði honum söguna frægu (o: urn þaö livernig honum sjálfum lærðist að lægja ofstopa sinn og ofmetnað). Samdist þá svo, að Hafliði játaði sættum, en Ketill gekk að því að þiggja biskupskosningu Norðlend- inga eftir Jón helga. Annars dæmis úr þeirri deilu mætti einnig geta, til að sýna hvernig sumir höfðingjar létu aðra nauðsyn frem- ur ráða athöfnum sinum en guðsóttann eða trúna. Það er samtal þeirra Þorgils Oddasonar sumarið á undan sátt- unum og Böðvars Ásbjarnarsonar fyrir kirkjudyrunum á þingi um hámessuna. Böðvar aftraði Þorgilsi frá að hreyfa sig til frumhlaups á hendur óvinar hans sakir helgi dags- ins og messunnar. En eftir á kvaðst hann aldrei hafa hirt um þótt hann hefði klofið Hafliða í herðar niður um hámessuna, heldur hitt, að þeir stóðu í vopnaðri kví, og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.