Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1907, Síða 75

Skírnir - 01.01.1907, Síða 75
Kormakur og Steingerður. 75 urðu þeir saman átján ; þeir koma eftir Kormaki á HrútafjarSar- hálsi og hafði Kormakur þá sprengt hest sinn; snúa þeir fram að hæ Þórveigar kerlingar, er Kormakur hafði gert héraðsræka, en Bersi skotið hlífiskildi yfir; þeir sjá að Bersi er kominn á skip Þórveigar. Onnur skip, sem á landi voru, hefir kerling látið meiða •og lánar þeim Kormaki með illindum gamalt lekahrip fyrir ærið fé; en er þeir voru skamt frá landi komnir fyllir skipið undir þeim og komust þeir með nauð til sama lands. Ríða þeir þá inn fyrir fjörð, en ná ekki Bersa fyr en hann er kominn heim til sín og hefir safnað að sér mönnum. Ekki varð neinum sættum á komið. Kormakur býður Bersa hólmgöngu á hálfsmánaðarfresti. Bersi kveðst koma munu. Eftir þetta fer Kormakur að leita Steingerðar um bæinn og finnur hana, telur hana hafa brugðist sér er hún vildi oðrum manni giftast. Steingerður segir : »Þú ollir fyr af- brigðum, Kormakur, en þetta var þó ekki að mínu ráði gjört«. — Eftir þetta fara þeir Kormakur heimleiðis. — Hólmgöngu þeirra Bersa lauk svo að Kormakur skeindist á þumalfingri. Bersi heimti hólmlausn. Kormakur kvað honum goldið mundu verða fé, og skildust við þá kosti. Steinar móðurbróðir Kormaks tekur nú að sér fóbæturnar fyrir Kormak. Skorar hann Bersa á hólm. Lauk því svo að Steinar hjó til Bersa og kom á skjaldarröndina og hljóp af skildinum og á þjóhuappa Bersa og rendi ofan eftir lærunum í knésbætur, svo að sverðið stóð í beini og féll Bersi. Steinar mælti þá : »Nú er goldið féð fyrir Kormak«. Eftir þetta var Bersi færður heim / Saurbæ •og lá hann lengi í sárum. Við þessa atburðí lagði Steingerður leiðindi á við Bersa og vildi skilja við hann, og er hún var búin til brottfarar gengur hún til Bersa og mælti: »Fyrst varstu kall- aður Eyglu-Bersi, en þá Hólmgöngu-Bersi, en nú máttu að sönnu heita Bassa-]?ersi«, og segir skilið við hann. Steingerður fer norð- rir til frænda sinna. — Þorvaldur hét maður og var kallaður tinteinn. Hann var maður auðugur og hagur, skáld og engi skörungur í skaplyndi. Þorvaldur tinteinn bað Steingerðar og að frænda ráði var hún honum gefin og ekki með hennar mótmæli. Þetta var samsumars og Steingerður gekk frá Bersa. Þessi tíðindi frótti Kormakur og lætur sem hann viti eigi. Litlu áður hafði Kormakur flutt varnað sinn til skips og ætlaði utan og báðir þeir bræður. Einn morgun snemma ríður Kormakur frá skipi; fer að finna Steingerði og talar við hana; biður hana gera sér skyrtu; hún kvað enga þörf komu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.