Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 8

Skírnir - 01.01.1909, Side 8
8 Skapstórar konur. ast annað en það, ef þau verðá sækjanda í vil, að verjandí hafi ekki getað fært fram þau sönnunaratvik með sínum málstað, sem dómstólarnir hafa tekið gild, eða að hann hafi dregið þær ályktanir af viðurkendum atvikum, sem ekki séu sannaðar, eða að hann hafi verið of harðorður, þó að um atvikin sjálf og ályktanir af þeim sé í raun og veru enginn ágreiningur. Málsúrslitin gefa sjaldnast minstu bendingu um það, hvoru megin sannleikurinn er og réttlætið og drengskapurinn. Og til málaferlanna er í raun og veru ekki stofnað í neinu öðru skyni en því að hefnasín. Og árangurinn af þeim verður aldrei annar en aukin óvild og vonzka. Samt telja flestir það óvirðing og lítilmensku að »liggja undir skömmum«, sem kallað err og fara ekki i mál. Svo langt erum við enn frá hug- sjónum hans, sem við kristnir menn kennum okkur viö. E n n sæmir okkur því bezt að tala varlega um hefndir Hallgerðar. En æfisögu Hallgerðar einkennir það mest, að leiðin liggur alt af n i ð u r á v i ð. Næsta stigið er þjófnaður hennar í Kirkjubæ. Hallæri kemur um allar sveitir, hey- skortur og matarskortur. Gunnar miðlar mönnum, þar til er hann skortir bæði mat og hey. Þá fer hann þess á leit við Otkel í Kirkjubæ, að hann hjálpi sér um það hvorttveggja. En Otkell afsegir. Vafalaust hefir Hall- gerður reiðst þeim undirtektum í meira lagi, sem von varr og hugsað sér, að ekki skyldi Otkell hafa betra af því. Og þegar Gunnar er riðinn til þings, kúgar hún þræl til þess að fara til Kirkjubæjar, stela þar mat á tvo hesta og leggja eld í útibúrið, sem maturinn er geymdur í. Vit- anlega var þetta glæpur á þeim tímum. En sjálf- sagt hefir hefndarhugurinn ráðið þar mestu. Og á þeim timum var hefndargirnin talin dygð en ekki löstur. Og þegar menn athuga, hvernig víkingarnir, frægustu menn Norðurlanda, fóru að ráði sínu í öðrum löndum, hvernig þeir létu greipar sópa um eignir bænda og borgara, hvar sem þeir komu, og drápu hvern inann, sem veitti þeim nokkura mótspyrnu, þá er það ekki óskiljanlegt, að með- vitundin um eignarrétt þeirra, sem sýnt höfðu manní

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.