Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 26

Skírnir - 01.01.1909, Page 26
TJr ferðasögu. i. Weimar. 1. Goethe og Schiller. Forðum var það siður að heita á þá sem bezt átti við af mentadísunum þegar mikils þótti við þurfa. Og ætti islenzk- an sér nokkra verndargyðju, sem maklegt væri, þá mundi eg biðja hana að styrkja minn veika penna svo að hann yrði því vaxinn að lýsa Weimar, sem maí-sólin skein yfir og frægustu nöfnin í mentasögu Þjóðverja; þar sem áin í dalnum heitir Ilm og líður um grænar grundir fyrir neðan garðhús Goethe; þar sem höllin Silfurblik — en þar lifði Nietzsche sín síðustu ár — horfir hátt úr brekku á fagurávalann hinumegin við dalinn. Einn af mínum lærðu kunningjum í Berlin, sem eg sagði frá fyrirætlun minni að koma við í Weimar, spurði hvað eg vildi þangað, og svaraði eg því fáu. En Weimar er heilög borg öllum menningarvinum. Þar lifði Goethe mestan hluta sinnar löngu ævi, þar lifði Schiller síðustu ár sín, og löngu síðar Nietzsche. Og hafa þó fleiri merkismenn gjört þann stað frægan, þó að lágt beri þá hjá þessum, sem nefndir voru. Hús það, sem Goethe bjó í um hálfa öld, er varðveitt enn að mestu óbreytt að allri híbýlaskipun frá því sem var á hans dögum. Bústað sinn hafði Goethe smátt og smátt gert að vísinda- og listasafni, þar sem öllu var raðað niður af mestu snild. Vekur þaö einkennilegar tilfinningar að ganga um þessi herbergi, þar sem einu sinni mátti heyra hinar andríkustu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.