Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 33

Skírnir - 01.01.1909, Page 33
Ur ferðasögu. 33 síðari tímum jafn víðfrægur crðið og Nietzsche; og þegar hann var orðinn frægur og brjálaður, þá kom hver orðlagður lista- málarinn af öðrum og vildi mála hann, sagði frú Förster og brosti hæðnislega. Um Nietzsche hafa þegar verið skrifuð ósköpin öll og hefi eg sama sem ekkert af því lesið. En saga hugsunar hans er mjög fróðleg og aðaldrættir i henni virðast augljósir af rit- um hans. Hans göfuga sál var á unga aldri svo hr.eigð til að .dá og vegsama og hans næmi andi drakk í sig fegurðarást og vizku úr beztu ritum hinna auðugu þýzku bókmenta. Einkum varð hann gagntekinn af speki Schopenhauers, hins mesta rit- snillings af þýzkum heimspekingum, að Nietzsche einum ef til vill frátöldum. En svo þegar Nietzscbie vex þroski, finnur hann að sjáfur á hann anda, sem ekki stendur á baki jafnvel þeim, sem arnfleygastir hafa verið; honum finst bölsynisspeki Schop- .enhauers hafa vilt sig og vera skaðleg fyrir mannkynið ef of mjög er á hana trúað. Eftir skoðun Schopenhauers á mann- kynið eiginlega enga framtíð fyrir höndum, mannsævín er og verður altaf þetta sama, vonlausa, óhöppum háða strit, sem altaf endar á sama hátt, og það færi betur, að þetta bölvaða (böli þrungna) líf hefði aldrei skapast. Framfarir trúir Schopenhauer ekki á; er ekki timinn óendanlega langur, og á óendanlega löngum tíma hlýtur alt að hafa borið við, sem á annað borð getur borið við. Nú er ekki óhugsandi, að Schopenhauer hafi rétt fyrir sér. En það verður þá að líta lengra en til jarðarinnar; ef til vill er einhversstaðar, á einhverjum hnetti úti í geimnum, lifið á því hæsta fullkomnunarstigi sem lifandi verur geta kom- ist á, en annarsstaðar er lífið rétt að byrja; en á öðrum hnött- um eru öll stig upp að fullkomnun og niður frá fullkomnun. •Og ef til vill hefir þetta altaf svona verið og mun altaf svona verða. En þegar til jarðarinnar er litið, þá er alt öðru máli að gegna. Náttúrufræðingarnir — og þar lýsir nafn Lamarcks jbjartast — hafa sýnt að lífið á jcrðunni á sér afarlanga og mjög frábrugðna fortið því sem núer; að tegundirnar breyt- ast; að jafnvel ekki mannkynið er komið af mönnum, þegar nógu langt er litið aftur. Og þegar menn nú sjá hve söguleg- ar breytingar hafa gjörst, og að öll vera er verðandi, þá verður 3

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.