Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 52

Skírnir - 01.01.1909, Side 52
52 Vistaskifti. af reiði og fyrirlitning hún gat komið fyrir í því einsat- kvæðisorði. — Já, e g, sagði Jón harkalega. Eg hefði ekki lofað þér að drepa barnið hér á mínu heimili. Því að eg e r góður. Og eg er ekkert skítseiði. Það veit eg aldrei betur en nú. Því að nú er eg fullur. Og eg læt þig aldrei ráða neinu — aldrei að eilífu. — Við tölum nú um það á morgun, sagði Þorgerður. En þó að hún gæfi með þeim orðum i skyn, að hún ætlaði sér ekki að taka beizlið að fullu og öllu út úr eigin- manni sínum, þá varð henni svo mikið um þennan ósigur, að hún lagðist upp í rúm, breiddi upp yfir höfuð og lá þar alt kvöldið. Jón bjó svo vel, að hann gat látið aftur í pelann sinn úr kút frammi í bænum. Hann varð meira og meira drukkinn, því lengra sem leið á kvöldið. Og altaf öðru hvoru var hann að strjúka um höfuðið á mér og klappa mér, og segja mér, að nú væri hann fullur, og að nú væri hann góður. Mér var ekkert sagt að gera. Og eg gerði ekki hand- arvik. Eg var eins og í fagnaðardraumi. Veðrið versnaði. Stormurinn buldi á þakinu. Nóttin lagðist á jörðina, köld og hörð og dimm. Gluggarnir urðu allir að einu svelli. En á framtíðar-rúðunni minni var auður blettur Þar sá eg út í himinblámann. Og í honum syntu skýjaborgir, með undarlegum og yndislegum, óljósum og draumkend- um litum. Niðurl. næst.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.